Skipaflutningar

Fréttamynd

Öngþveiti í Súesskurði

Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Þór sendur til að sækja vélarvana Lagarfoss

Varðskipinu Þór er nú siglt í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem er vélarvana. Flutningaskipið er um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga og varð vélarvana í gær. Til stendur að draga skipið til hafnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið

Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt.

Erlent
Fréttamynd

Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn

Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar.

Fréttir
Fréttamynd

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Innlent
Fréttamynd

Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic

Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu.

Erlent
Fréttamynd

Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.