Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2025 10:50 Skipafélög heimsins þurfa að byrja að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum á næstu árum samkvæmt samkomulagi sem gert var á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Vísir/EPA Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Samkomulagið er það fyrsta um að byrja að takmarka losun skipageirans á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Lagt er upp með að draga úr losuninni um fimmtung fyrir árið 2030 og útrýma henni algerlega fyrir 2050. Greiða þarf 380 dollara, jafnvirði tæpra 49.000 íslenskra króna, fyrir hvert tonn sem skip losa umfram heimildir frá 2028 samkvæmt samkomulaginu. Hundrað dollarar til viðbótar verða lagðir á hvert tonn umfram stífari losunartakmörk, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á móti kemur að þau skip sem draga úr losun sinni þannig að hún verði undir strangari losunarmörkunum fá heimildir sem þau geta selt þeim sem losa umfram heimildir sínar. Alls eiga sektirnar að afla um fjörutíu milljarða dollara frá árinu 2030 en hluti fjárins á að gera vistvænt eldsneyti ódýrara fyrir skipafélög. Til að byrja með geta skipafélög dregið úr losun flotans með því að brenna fljótandi jarðgasi og lífeldsneyti. Til lengri tíma litið þurfa þau hins vegar að líta til annarra kosta eins og ammoníaks og metanóls. Aðildarríkin eiga eftir að samþykkja samkomulagið endanlega á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í október. Nokkur ríki, þar á meðal Kína, Brasilía og Sádi-Arabía, settu sig upp á móti tillögu Kyrrahafsríkja um strangari kröfur til skipafélaga. Eyríkin eiga á hættu að þurrkast út vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Bandaríkin, það ríki sem ber mesta ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér stað sem sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, sagði sig frá viðræðunum í síðustu viku. Hvöttu þau önnur ríki til að gera slíkt það sama og hótuðu að refsa þeim sem legðu gjöld á bandarísk skip. Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafnar vísindalegum staðreyndum um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Skipaflutningar Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkomulagið er það fyrsta um að byrja að takmarka losun skipageirans á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Lagt er upp með að draga úr losuninni um fimmtung fyrir árið 2030 og útrýma henni algerlega fyrir 2050. Greiða þarf 380 dollara, jafnvirði tæpra 49.000 íslenskra króna, fyrir hvert tonn sem skip losa umfram heimildir frá 2028 samkvæmt samkomulaginu. Hundrað dollarar til viðbótar verða lagðir á hvert tonn umfram stífari losunartakmörk, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á móti kemur að þau skip sem draga úr losun sinni þannig að hún verði undir strangari losunarmörkunum fá heimildir sem þau geta selt þeim sem losa umfram heimildir sínar. Alls eiga sektirnar að afla um fjörutíu milljarða dollara frá árinu 2030 en hluti fjárins á að gera vistvænt eldsneyti ódýrara fyrir skipafélög. Til að byrja með geta skipafélög dregið úr losun flotans með því að brenna fljótandi jarðgasi og lífeldsneyti. Til lengri tíma litið þurfa þau hins vegar að líta til annarra kosta eins og ammoníaks og metanóls. Aðildarríkin eiga eftir að samþykkja samkomulagið endanlega á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í október. Nokkur ríki, þar á meðal Kína, Brasilía og Sádi-Arabía, settu sig upp á móti tillögu Kyrrahafsríkja um strangari kröfur til skipafélaga. Eyríkin eiga á hættu að þurrkast út vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Bandaríkin, það ríki sem ber mesta ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér stað sem sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, sagði sig frá viðræðunum í síðustu viku. Hvöttu þau önnur ríki til að gera slíkt það sama og hótuðu að refsa þeim sem legðu gjöld á bandarísk skip. Stjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafnar vísindalegum staðreyndum um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra.
Skipaflutningar Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent