Erlent

Fréttamynd

Þrettán námuverkamenn sitja enn fastir

Óvíst er um örlög þrettán námuverkamanna sem sitja fastir tæplega áttatíu metra fyrir neðan yfirborð jarðar eftir að sprenging varð í kolanámu í vesturhluta Virgínuríkis í Bandaríkjunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Heita að koma gasflutningum til V-Evrópu í samt horf

Rússar hafa heitið því að koma gasflutningum til Vestur-Evrópu í samt horf eftir raskanir sem hafa orðið eftir að lokað var fyrir gas til Úkraínu á sunnudag vegna deilna um verðlag. Stjórnmálaskýrendur segja stjórnvöld í Rússland nota gasleiðslur til að fá sínu framgengt.

Erlent
Fréttamynd

Lest ekið á fimm íslenska hesta í Danmörku

Lögreglan í Köge á Jótlandi í Danmörku telur það ganga kraftaverki næst að morgunlestin, sem fór þar um að morgni nýjársdags, skyldi ekki fara út af sporinu, þegar henni var ekið á þó nokkri ferð á fimm íslenska hesta, sem voru á teinunum, með þeim afleiðingum að þeir drápust allir.

Erlent
Fréttamynd

Tólf skotnir í Nígeríu fyrir að reyna að stela olíu

Öryggissveitir í Nígeríu skutu 12 manns til bana í gær eftir að mennirnir reyndu að stela olíu úr leiðslum í suðurhluta landsins. Að sögn fjölmiðla þar í landi hófst skotbardagi milli öryggissveitanna og mannanna eftir að eftirlitsmenn fundu þá við boranir.

Erlent
Fréttamynd

Þrír létust í flugskeytaárás Ísraela

Að minnsta kosti þrír Palestínumenn féllu í flugskeytaárás Ísraela á bifreið í Jabalya flóttamannabúðunum á Gaza í gærkvöld. Ísraelar segja að í bílnum hafi verið liðsmenn palestínsku samtakanna Heilagt stríð.

Erlent
Fréttamynd

Snjókoma hamlar neyðaraðstoð í Pakistan

Mikil snjókoma hefur hamlað aðstoð við eftirlifendur jarðskjálftanna í Kasmír en talið er að yfir þrjár milljónir manna séu nú heimilislausar. Vegir eru lokaðir og þyrlur í flugbanni sökum óveðursins. Flætt hefur inn í tjöld fólksins sem hírist nú í kulda á svæðinu en neyðarbirgðir hafa ekki borist fólkinu í þrjá daga.

Erlent
Fréttamynd

Ellefu látnir eftir að þak skautahallar hrundi

Tala látinna eftir að þak skautahallar í bænum Bad Reichenhall í Þýskalandi hrundi, er komin í ellefu. Þá eru yfir þrjátíu slasaðir. Slökkviliðsmenn notuðu krana til að færa til þakbrotin svo hægt væri að komast að skautasvellinu en um 300 björgunarmenn komu að björgunaraðgerðum sem gekk brösulega vegna mikillar snjókomu.

Erlent
Fréttamynd

Óvenjuleg nýársgjöf

Nýársgjöf Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, til bresku þjóðarinnar var heldur óvenjuleg þetta árið. Blair og ráðgjafar hans hafa útbúið myndband sem kallast "dagur í lífi forsætisráðherra" og afhent það öllum fjölmiðlum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Saka Úkraínumenn um stórfelldan gasstuld

Stjórnendur rússneska gasfyrirtækisins Gazprom segja að úkraínsk stjórnvöld hafi stolið gasi að jafnvirði tæplega sextánhundruð milljónir króna. Þeir segja að Úkraínumenn hafi hirt gas sem hafi átt að fara um gasleiðslur til Vestur-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Zapatistar hefja friðsamlega herferð

Forystumenn Zapatista, vinstrisinnaðra skæruliða í Mexíkó, lögðu í gær af stað í hálfs árs ferðalag um Mexíkó og er það í fyrsta sinn í fjögur ár sem þeir yfirgefa sterkustu vígi sín í frumskógum Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Lést ekki af völdum fuglaflensu

Fjórtán ára tyrkneskur piltur var talinn hafa látist úr fuglaflensu, en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur. Drengurinn og systkini hans voru lögð inn á sjúkrahús á laugardag með mikinn hita og innvortis blæðingar. Heilbrigðisstarfsfólk óttaðist að þau hefðu sýkst af fuglaflensu, en rannsóknir sýndu að svo var ekki heldur lést pilturinn af völdum lungnabólgu.

Erlent
Fréttamynd

Á fjórða tug látinn í flóðum í Indónesíu

Í það minnsta þrjátíu og fjórir hafa farist í flóðum og aurskriðum sem féllu á heimili og skóla á Indónesíu í morgun. Mikil rigning hratt aurskriðunum af stað og ár flæddu yfir bakka sína þegar aurskriðurnar féllu í þær. Hundruð manna leituðu skjóls í moskum og skólum en nú er talið að það versta sé yfirstaðið.

Erlent
Fréttamynd

Logarnir risu 30 metra til himins

Einn hjálparstarfsmaður lést af völdum hjartaáfalls og annar liggur á sjúkrahúsi með þriðja stigs bruna á 60 prósentum líkamans eftir baráttu við skógarelda norður af Sidney í Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar.

Erlent
Fréttamynd

Ítölskum ferðamönnum rænt í Jemen

Fimm ítölskum ferðamönnum var rænt í austurhluta Jemen í gær, þremur konum og tveimur körlum. Eftir því sem fjölmiðlar í Jemen greina frá átti að sleppa konunum en þær neituðu að fara án karlanna og eru því enn í haldi. Yfirvöld í Jemen segja mannræningjana fara fram á að átta föngum verði sleppt í skiptum fyrir Ítalana en ekki er ljóst hvort orðið verður við þeim kröfum.

Erlent
Fréttamynd

Halda námskeið í íslam fyrir fréttamenn

Samtök múslima í Danmörku hafa ákveðið að halda námskeið í íslam fyrir danska fréttamenn. Námskeiðið mun taka einn dag og er áætlað að halda það í apríl. Þar verða fréttamenn fræddir um helstu atriði múhameðstrúar. Talsmaður múslíma í Danmörku segir aðal ástæðuna vera skopteikningarnar af Allah sem birtust í Jótlandspóstinum í síðastliðið haust.

Erlent
Fréttamynd

Farsímanotkun danskra ökumanna gerð refsiverð

Síðastliðið haust tóku Danir upp nýtt kerfi við umferðalagabrotum sem byggist á því að hak er klippt í ökuskírteini við ákveðin umferðarlagabrot. Klippikerfið hefur þótt virka vel og nú ætlar danski dómsmálaráðherrann, Lene Espersen, að bæta enn fleiri umferðarlagabrotum á klippilistann. Nú þegar eru sautján brot á listanum og á þessu ári munu bætast við fleiri og nú mega ökumenn búast við haki í ökuskírteinið tali þeir í farsíma.

Innlent
Fréttamynd

Mikil flóð í Kaliforníu um helgina

Allt er á floti víða í norðanverðri Kaliforníu eftir að tveir stormar gengu þar yfir um helgina. Hundruð heimila og fyrirtækja eru komin á kaf eftir að vatnsmiklar ár flæddu yfir bakka sína. Íbúar margra bæja unnu við það í gær að hreinsa upp eftir flóðin en máttu margir hverjir láta undan þegar flæddi í annað sinn.

Erlent
Fréttamynd

Árásir á sunnanvert Gasasvæðið í gærkvöld

Ísraelskar herþyrlur gerði loftárás á Khan Younis á sunnanverðu Gazasvæðinu í gærkvöldi og ollu skemmdum á húsnæði sem notað er af hópum sem berjast gegn Ísraelum. Ekkert mannfall varð í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Bush varði símahleranir Þjóðaröryggisstofnunarinnar

George Bush Bandaríkjaforseti varði njósnir bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar og hleranir á símtölum bandarískra ríkisborgara án dómsúrskurðar þegar hann ræddi við fréttamenn eftir heimsókn til særðra hermanna í Brooke-hersjúkrahúsinu í Texas í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Frelsuðu ítalskan gísl í Palestínu

Palestínskir lögreglumenn frelsuðu ítalskan gísl úr höndum gíslatökumanna eftir skotbardaga í Khan Younis á Gaza í gær. Vopnaðir menn stöðvuðu í gær rútu sem Alessandro Bernardini ferðaðist með, neyddu hann út úr rútunni og keyrðu burt með hann. Fjórum klukkustundum síðar réðust öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar inn í hús í Khan Younis, hleyptu af skotum og frelsuðu Bernardini.

Erlent
Fréttamynd

Grunur leikur á að tyrkneskur piltur hafi verið með fuglaflensu

Fjórtán ára tyrkneskur piltur sem gekkst undir rannsóknir til að athuga hvort hann væri með fuglaflensu lést í gær og systir hans liggur mjög veik á sjúkrahúsi. Niðurstöður úr rannsókninni liggja ekki fyrir og því er ekki vitað hvort drengurinn smitaðist af fuglaflensu eða ekki.

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar banna reykingar

Það er ekki víst að allir Spánverjar hafi fagnað nýja árinu af heilum hug því að í dag gekk í gildi algert reykingabann á opinberum stöðum á Spáni, í landi þar sem reykingar eru útbreiddari en víða annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Segir Assad hafa hótað Hariri

Bashar Assad Sýrlandsforseti og fleiri háttsettir sýrlenskir embættismenn höfðu í hótunum við Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, áður en hann var myrtur í febrúar síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Árið sekúndu lengra en venjulega

Árið 2005 verður óvenjulangt því á miðnætti annað kvöld verður hlaupasekúndu bætt við árið. Klukkur heimsins ganga í samræmi við frumeindaklukkur, sem mæla tímann með mikilli nákvæmni, en jörðin hefur snúist óvenjuhægt um öxul sinn að undanförnu. Því þarf í fyrsta sinn í sjö ár að bæta sekúndu við árið til að næsta ár geti byrjað á hárréttum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Hamfarir og stríð fréttir ársins

Árið 2005 var ár hamfara og stríðs og margir kveðja það með litlum söknuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem var gerð í 27 löndum með viðtölum við rúmlega 30 þúsund manns.

Erlent