Erlent

Óvenjuleg nýársgjöf

MYND/AP

Nýársgjöf Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, til bresku þjóðarinnar var heldur óvenjuleg þetta árið. Blair og ráðgjafar hans hafa útbúið myndband sem kallast "dagur í lífi forsætisráðherra" og afhent það öllum fjölmiðlum landsins.

Í myndbandinu, sem er ætlað að gefa Bretum betri mynd af starfi Blairs, sést hann meðal annars á fundum með ráðgjöfum og eins fjallar hann um álagið sem starfinu fylgir. Stjórnmálaskýrendur eru margir ósáttir við uppátækið og kalla það auglýsingabrellu. Segja að nær hefði verið að veita fjölmiðlum aðgang að fundum sem alla jafna eru þeim lokaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×