Erlent

Heita að koma gasflutningum til V-Evrópu í samt horf

Höfuðstöðvum rússneska Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvum rússneska Gazprom í Moskvu. MYND/AP

Rússar hafa heitið því að koma gasflutningum til Vestur-Evrópu í samt horf eftir raskanir sem hafa orðið eftir að lokað var fyrir gas til Úkraínu á sunnudag vegna deilna um verðlag. Stjórnmálaskýrendur segja stjórnvöld í Rússland nota gasleiðslur til að fá sínu framgengt. Jafnvel þótt það reiti Vesturveldin til reiði og minnki tekjur ríkisins til muna. Þeir segja deiluna snúast meira um stjórnmál en um peninga og óttast menn að stefna Rússa sé sífellt að verða hvassari, þeir ætli sé að verða það veldi sem ríkið áður var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×