Erlent

Snjókoma hamlar neyðaraðstoð í Pakistan

Þau neyðartjöld sem komið hefur verið upp á hamfarasvæðunum þola engan veginn snjókomuna eins og þessi mynd sýnir.
Þau neyðartjöld sem komið hefur verið upp á hamfarasvæðunum þola engan veginn snjókomuna eins og þessi mynd sýnir. MYND/AP

Mikil snjókoma hefur hamlað aðstoð við eftirlifendur jarðskjálftanna í Kasmír en talið er að yfir þrjár milljónir manna séu nú heimilislausar. Vegir eru lokaðir og þyrlur í flugbanni sökum óveðursins. Flætt hefur inn í tjöld fólksins sem hírist nú í kulda á svæðinu en neyðarbirgðir hafa ekki borist fólkinu í þrjá daga. Veðurfræðingar spá áframhaldandi kulda næstu daga. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja neyðarbirgðir ekki vera helsta vandamálið heldur dreifingin sem stöðvaðist um helgina sökum veðurs. Óttast hjálparstarfsmenn að fjöldi manns muni láta lífið af völdum sjúkdóma og snjóflóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×