Erlent

Saka Úkraínumenn um stórfelldan gasstuld

Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu.
Höfuðstöðvar Gazprom í Moskvu. MYND/AP

Stjórnendur rússneska gasfyrirtækisins Gazprom segja að úkraínsk stjórnvöld hafi stolið gasi að jafnvirði tæplega sextánhundruð milljónir króna. Þeir segja að Úkraínumenn hafi hirt gas sem hafi átt að fara um gasleiðslur til Vestur-Evrópu. Fyrirtækið, sem er í ríkiseigu, skrúfaði í gær fyrir gas til Úkraínu þar sem ekki hafði tekist að semja um verð. Gazprom krefst þess að Úkraínumenn borgi rúmlega fjórfalt hærra verð fyrir gasið en fyrr, þannig að greiðslur þeirra verði í samræmi við heimsmarkaðsverð. Úkraínumenn segja það hafa gríðarleg áhrif á orkufrekan þungaiðnað í landinu og á heimili landsins sem nota gas til upphitunar.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×