Mjaldrar í Eyjum

Fréttamynd

1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum

Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn

Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar

Tveir mjaldrar verða fluttir í vor frá Sjanghaí með Boeing 747 þotu Cargolux til Íslands. Þeir fá athvarf í Vestmannaeyjum. Dýraverndunarsinnar vonast til að þetta verði hvatning til þess að fleiri fangaðir hvalir fái náttúrulegri heimkynni.

Innlent
Fréttamynd

Nýja Keikó ævintýrið farið að taka á sig mynd

Fyrsta opna griðasvæðið í heiminum fyrir hvali mun líta dagsins ljós í Vestmannaeyjum í mars á næsta ári. Leigusamningur hefur verið undirritaður og munu tveir mjaldrar, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, synda allt að því frjálsir og sælar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri

Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.