EM 2022 í Englandi

Fréttamynd

Putellas líklega frá út næsta tímabil: HM í hættu

Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona í heimi, sleit krossband í hné rétt fyrir fyrsta leik spænska landsliðsina á Evrópumótinu sem nú fer fram í Englandi. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða aftara krossband í vinstra hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Alls ekkert „fake“ hjá stelpunum okkar

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og hún eins og aðrir í hópnum tala vel um andann og stemmninguna í liðinu á EM í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mamma Karólínu er ekki öfundsjúk út í mömmu Gló

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mömmu á Íslandi og hefur síðan fundið sér aðra mömmu úti hjá Bayern München. Báðar mömmurnar eru mættar á EM í Englandi, önnur til að horfa en hin spilar með íslenska liðinu eins og Karólína.

Fótbolti
Fréttamynd

Annað á­fall Hollendinga: Sú marka­hæsta með veiruna

Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd

Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjögur Covid-19 smit á EM

Þýska landsliðskonan Lea Schüller greindist í dag með Covid veiruna og er því komin í einangrun og mun missa af næstu leikjum Þýskalands á EM. Er hún fjórði leikmaðurinn á EM með staðfest smit.

Fótbolti
Fréttamynd

Noregur fór að hátta og England skoraði átta

Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn í sögu EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með

Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu Frakkland salta Ítalíu

Frakkland átti ekki í neinum vandræðum gegn Ítalíu er liðin mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta á sunnudag. Lokatölur 5-1 eftir að staðan var 5-0 í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Maga­kveisa herjar á lið Sviss

Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

Fótbolti