Skattar og tollar

Fréttamynd

Þorsteinn Hjaltested er skattakóngurinn

Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, er skattakóngur ársins 2010, en álagningaskrár Ríkisskattstjóra eru lagðar fram í dag. Þorsteinn greiðir samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld. Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður er í öðru sæti. Hann greiðir tæpa 131 milljón króna í opinber gjöld. Í þriðja sæti kemur svo Skúli Mogensen, sem er einn af eigendum MP banka, en hann greiðir um 111 milljónir króna í opinber gjöld. Í fjórða sæti kemur svo Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, en hún greiðir um 98 milljónir í opinber gjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattar á Rauða krossinn?

Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menningar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra

Skoðun
Fréttamynd

Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004

Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali.

Innlent
Fréttamynd

Mikill munur á tekjum auðmanna

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Þorsteinn Már Baldvinsson er skattakóngur Íslands

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008. Næstur á eftir Þorsteini kemur Hreiðar Már Guðmundsson sem gegndi stöðu bankastjóra Kaupþings við hrun bankans.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn Gunnarsson er skattakóngur Íslands

Kristinn Gunnarsson, sem seldi hlut í Actavis, var gjaldahæstur skattgreiðenda á síðasta ári og jafnframt sá sem greiðir hæstu gjöldin í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónur í heildargjöld. Sigurður Sigurgeirsson frá Kópavogi greiðir næst mest yfir landið, eða 357.130.285 krónur og Vilhelm Róbert Wessman er í þriðja sæti með heildargjöld upp á 284.760.200 krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum

Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar.

Innlent
Fréttamynd

6 konur af 90 tekjuhæstu Íslendingunum

Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar

Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar Már skattakóngur

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir rúmar 170 milljónir

Álagning Arngrímur Jóhannsson flugmaður, oft kenndur við flug­félagið Atlanta, er sá einstaklingur sem greiðir hæst opinber gjöld árið 2006. Samtals greiðir hann tæpa 171 milljón króna í tekjuskatt og útsvar.

Innlent
Fréttamynd

Vill fresta skattalækkunum og stóriðju

Jón Sigurðsson seðlabankastjóri kallar á sameiginlegar aðgerðir bankans og stjórnvalda til að slá á þennslu í íslensku hagkerfi. Hann segist hiklaust vilja líta til upptöku Evru hér á landi - en að það kalli á inngöngu í Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka skatta á eftirlaun

Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skatt á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Innlent
Fréttamynd

Frosti skattakóngur Íslands

Skattakóngur Íslands er Frosti Bergsson í Reykjavík sem greiðir 123 milljónir króna í opinber gjöld. Greinilegt er að það er mikill munur á tekjum eftir landshlutum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þeir tekjuháu fá mest

Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Reynt að rangtúlka skattalækkanir

"Það er búið að lækka skatta stórlega á fyrirtæki og það hefur skilað ríkissjóði auknum tekjum því fyrirtækin efldust. Nú er komið að venjulegu vinnandi fólki," sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í erindi á fundi með sjálfstæðismönnum á Grand Hotel í gærmorgun.

Innlent