Skoðun

Það vinna allir á „Allir vinna“ – á­skorun til stjórn­valda að halda verk­efninu á­fram

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Nú þegar fjárlagafrumvarp stjórnvalda er komið fram þá vekur það sérstaka athygli að ekkert virðist vera í frumvarpinu um að halda áfram verkefninu „Allir vinna“. Verkefnið hefur tryggt neytendum sem þurfa t.d. að láta viðhalda íbúðarhúsnæði sínu eða þurft að láta gera við bílinn sinn, svo dæmi séu nefnd, þá hefur virðisaukaskattur af vinnunni verið endurgreiddur. Þetta hefur þar með létt verulega á fyrir fólk sem er í þessari stöðu og oft á tíðum gert því kleyft að ráðast í framkvæmdir þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu. Þessi jákvæði hvati hefur skipt sköpum á undanförnum mánuðum og árum.

Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir.

Nú er tími til þess að stuðla að stöðugleika, auknum framkvæmdum og þar með auka tekjur ríkissjóðs. Því skora ég á stjórnvöld að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts sem verkefnið „Allir vinna“. Það er öllum til hagsbóta!

Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×