Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 12:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent