Árlegar skattahækkanir Starri Reynisson skrifar 12. desember 2021 16:00 Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Áfengi og tóbak Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun