Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 16:31 Hagar sem reka meðal annars Bónus voru á meðal fyrirtækjanna fimm sem kröfðu íslenska ríkið um endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana. Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana.
Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira