Kynferðisofbeldi

Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda
Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar.

Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali.

Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni
Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

Nauðgaði vinkonu sinni og bar fyrir sig kynferðislega svefnröskun
Karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Maðurinn hafði fengið að gista heima hjá konunni og unnusta hennar, besta vini sínum. Fyrir dómi kom fram að maðurinn þjáist af svokallaðri kynferðislegri svefnröskun.

„Drengir eru þögull hópur þolenda“
Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita.

Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni
Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss.

Ný drykkjarpróf geta komið upp um byrlun
„Þeir sem byrla öðrum gera það til að stjórna þeim sem er byrlað og er það yfirleitt gert til að notfæra sér ástand viðkomandi.

Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne
Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið.

„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun
Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir.

Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun
Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum.

Söngvari Rammstein sakaður um byrlun
Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað.

Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar
Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar.

Fjórir kynferðisbrotamenn sluppu við fangelsi vegna fyrningar
Tugir brotamanna sleppa við afplánun í fangelsi vegna fyrningar brota á hverju ári. Á undanförnum fimm árum hafa fjórir kynferðisbrotamenn sloppið við fangelsisvist.

Karl hvattur til að beita sér vegna „svívirðilegrar“ ákvörðunar
Karl III Bretakonungur hefur verið hvattur til að beita áhrifum sínum eftir að stjórnendur Prince's Trust, góðgerðasjóðs sem Karl stofnaði, gáfu út að einstaklingar sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi á stofnunum fyrir börn fái aðeins 2.000 pund í bætur.

Yfirlýsing vegna MA málsins
Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“.

Ákærður fyrir að nauðga þroskahömluðum skjólstæðingi
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann, sem starfaði hjá stofnun fyrir fólk með fötlun, fyrir nauðgun gegn skjólstæðingi með þroskahömlun.

Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi
Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum.

Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs
Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið.

24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna
Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans.

Ungum nauðgurum fjölgar
Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu.

Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði
Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg.

Bandarískur íþróttamaður reynir að flýja land grunaður um nauðgun
Bandarískur karlmaður grunaður um nauðgun í ársbyrjun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið er nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Karlmaðurinn spilaði ruðning á Íslandi árið 2022.

Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar
Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna.

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára
Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára.

Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar
Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt.

Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns
Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.

Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“
Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun.

Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur.

Ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta á barni sínu
Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Vesturlands 16. maí næstkomandi í máli karlmanns sem er ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta kynferðislega á syni hennar og sýna ákærða það í gegnum farsíma. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins.