Hæstiréttur tekur ekki fyrir níu ára gamalt nauðgunarmál Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 12:02 Hæstiréttur segir að málið hafi ekki verulega almenna þýðingu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Fjölnis Guðsteinssonar, sem hlaut átján mánaða fangelsisdóm í Landsrétti í desember fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Fjölnir setti mikið út á niðurstöðu Landsréttar. Hann vildi meina að lögreglan hefði ekki aflað mikilvægra sönnunargagna í málinu. Hún hafi ekki rannsakað blóðsýni úr þolanda málsins áður en því var fargað, sem hann sagði að hefði sýnt fram á ölvun þolandans. Hann sagði mikilvægt að fá úrlausn í mál þar sem lögregla afli ekki gagna, sem að hans sögn afdráttarlaust getað leitt til sýknu hefði þeirra verið aflað. Þá vildi Fjölnir meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og horft hefði verið framhjá ákvæðum stjórnarskrár, alþjóðlegra mannréttindasáttmála og meginreglna sakamálaréttarfars. Hæstiréttur hins vegar sagði að máliðlytu ekki að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu eða að mikilvægt væri af öðrum ástæðum að fá úrlausn dómstólsins. Þar að auki byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, sem er ekki endurskoðað í Hæstarétti. Mál Fjölnis hefur verið í sífelldri umfjöllun dómstóla síðastliðin ár. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á síðasta ári að málið skyldi tekið upp á ný, og líkt og áður segir gaf Landsréttur honum átján mánaða dóm í desember. Lengi vegna Landsréttarmálsins Málið var tekið upp á ný í fyrra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Vaknaði og sá hann stara „ógeðslega skringilega“ í augu sín Fjölni var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Landsréttur mat framburð brotaþola trúverðugan, en sagði frásögn Fjölnis ótrúverðug.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira