
Hælisleitendur

Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra
Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga.

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.

Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið
Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi.

Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi
Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið.

Alls tíu milljónir til hjálparsamtaka og hælisleitenda
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita fimm milljónir af ráðstöfunarfé sínu til hjálparsamtaka hér á landi í aðdraganda jóla og aðrar fimm í viðbótargreiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur
Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið.

Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni
Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur skilað niðurstöðum sínum úr tveimur málum sem komu inn á borð nefndarinnar. Málin urðu bæði mikill fréttamatur.

Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni
Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag

Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður.

Mæður og óléttar konur hvattar til þess að mótmæla í dómsmálaráðuneytinu
Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15. Mæður og óléttar konur eru sérstaklega hvattar til þess að mæta og mótmæla brottvísun albönsku fjölskyldunnar sem var vísað úr landi í vikunni.

Allir umsækjendur frá Venesúela hlotið alþjóðlega vernd á árinu
Ástandið hefur síðustu ár farið versnandi í Venesúela. Hagkerfið er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin eru í upplausn.

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári.

Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins
Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega.

Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega
Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær.

Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina
Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga.

Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð
Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær.

Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag
Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland.

Segir nauðsynlegt að meta þörf á breytingum reglna eða verklags
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar óléttrar konu frá Albaníu í nótt.

Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu
Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag.

Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.

Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið
Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar.

„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“
Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin.

Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum
"Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis.

Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar
Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu.

Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi
Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga.

Aðgengi barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi að menntun og tómstundum
Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Í lok árs 2018 voru 70.8 milljónir einstaklinga á flótta um allan heim undan stríði, ofsóknum, átökum, mannréttindabrotum og ofbeldi.

Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna
Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara.

Tilgangurinn helgar ekki meðalið
Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps.

Amin var vísað úr landi þrátt fyrir hungurverkfall
Rætt var við Amin í síðustu viku en hann hafði þá verið í hungurverkfalli í tólf daga til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun sinni til Grikklands

Boðar áframhaldandi samráð í útlendingamálum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að ef eina gagnrýnin á hana sé ungur aldur sé hún sátt.