Skaftárhreppur

Fréttamynd

Varð fyrir slysaskoti úr kindabyssu

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að sveitabæ í Rangárvallasýslu í gær þar sem skot hafði hlaupið úr kindabyssu og hæft framhandlegg manns sem var að aðstoða þann sem hélt á byssunni við að aflífa kind.

Innlent
Fréttamynd

Torfa­jökuls­svæðið er engu öðru líkt

Jarð­fræðingur telur að ef Torfa­jökuls­svæðið, sem Land­manna­laugar til­heyra, kæmist á Heims­minja­skrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferða­þjónustuna, vernd og rann­sóknir. Er á yfir­lits­skrá en var sett fyrir aftan Vatna­jökuls­þjóð­garð í for­gangs­röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Sameining rædd á Suðurlandi

Tillaga oddvita Skaftárhrepps um að hafnar verði viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í sveitarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Mér er kalt

Heitt vatn eru gæði á Íslandi sem er mjög misskipt. Þau landsvæði sem ekki búa við slíkan lúxus eru jafnan kölluð köld svæði og búa við þann veruleika að þurfa að hita hús sín með rafmagni með tilheyrandi notkun á kílóvattstundum.

Skoðun
Fréttamynd

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Náttúruvársérfræðingur sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að Skaftá sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir. Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsrennsli og rafleiðni aukist lítillega

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ástæðan fyrir því að hlaupið sé jafn lítið og raun ber vitni í ár sé sú að mikið hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.