Skaftárhreppur

Fréttamynd

Ríkið gefst upp á landtökutilburðum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið reynt að hafa þing­lýstar jarðir af bændum með valdi

Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupi í Gríms­vötnum að ljúka

Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Talið er að nýr sigketill hafi myndast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum vegna banaslyss

Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaup náð há­marki

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í slysinu

Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir með þyrlum til Reykja­víkur

Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Hált á vett­vangi á­rekstursins

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Átta slasaðir eftir al­var­legt slys við Skaftafellsá

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður á gulan lit

Vegna jökulhlaups og aukinnar skjálftavirkni í Grímsvötnum verður fluglitakóði fyrir eldstöðina færður á gulan lit, í samræmi við það að eldstöðin sýni merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Kóðinn færður aftur niður á grænan

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gos í Gríms­vötnum lík­lega í vændum

Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Fluglitakóði færður í gulan yfir Gríms­vötnum

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð

Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn fastir í Hólms­á

Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða ferðamenn sem festu jeppa í Hólmsá. Vel gekk að losa bílinn og var aðgerðum lokið rétt fyrir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“

Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaft­ár­hreppi

Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna.

Innlent