Reykjavík

Fréttamynd

Sau­tján ára fluttur með sjúkra­bíl eftir árás

Ráðist var á sautján ára dreng í miðborg Reykjavíkur klukkan hálf fjögur í nótt. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi en drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Líðan drengsins liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Á út­leið eftir aldar­fjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fal­­­legar í­búðir með svölum

Hús­næði Mynd­lista­skólans í Reykja­vík, sem er eina starf­semin sem eftir er í JL-húsinu í Vestur­bænum, hefur verið sett á sölu. Skóla­stjórinn hefur fengið stað­festingu frá borginni um að byggja megi í­búðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmis­konar rekstur. Margir hafa sýnt þessum mögu­leika á­huga.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánuðir fyrir í­trekaðar hnífs­tungur á Sushi Social

Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Guð­ríður komin í hald lög­reglu

Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Dagur jarðar

Dagur jarðar er í dag, 22. apríl og er þema dagsins í ár „Fjárfestum í jörðinni okkar“.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn snið­gengur börn af er­lendum upp­runa í borginni

Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ár­túns­brekku

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki.

Innlent
Fréttamynd

Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni

Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn.

Innlent
Fréttamynd

Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu

Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 

Innlent
Fréttamynd

Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn

Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­göngu­­stofa sver af sér á­sakanir um ein­elti

Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu.

Innlent
Fréttamynd

Lokanir í mið­borginni í dag

Vegna Víðavangshlaups ÍR verða takmarkanir eða lokanir á umferð frá klukkan 10.30 til 13.15 í miðborg Reykjavíkur í dag. Hlaupið hefst í Pósthússtræti og endar á sama stað.

Innlent