
Reykjavík

Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél
Brotist var í verslun í Reykjavík í gærkvöldi eða nótt þar sem sjóðsvél var stolið. Atvikið sést á upptökum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að um skipulagðan þjófnað sé að ræða og að málið sé í rannsókn.

„Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni
Fjórtán prósenta aukning er á nýjum leigusamningum á milli ára en rúmlega 4500 nýir samningar hafa verið teknir í gildi á fyrsta ársfjórðungi. Flesta íbúðir í eigu stórtæktra íbúðareigenda á höfuðborgarsvæðinu má finna í Reykjavík en þar er jafnframt lægra leiguverð.

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra.

Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni
Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng
Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum.

Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar
Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu.

Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur skilað inn umsögn um stóra vöruskemmu við Álfabakka. Þar er greint frá áhyggjum um stöðugan hávaða frá svæðinu, mengun og auknum umferðaþunga.

Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“
„Erum við hér að tala við verðandi forseta Íslands eða ráðherra?“ er fyrsta spurningin til þeirra systkina Valtýs Örn, Elínar Höllu og Ólafs Helga Kjartansbarna. Því öll hafa þau sinnt hlutverki forseta málfundafélagsins Framtíðar í MR.

Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans
Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum
Samtökin Reiðhjólabændur sinna nú árlegri hjólasöfnun sem þau svo gefa til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa sér hjól. Þegar hafa þau safnað 500 hjólum en söfnunin er í gangi út apríl. Reiðhjólabændur auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að laga hjólin sem eru gefin.

„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“
Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur.

Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu
Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum.

Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung
Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Horfði á vin sinn fara í snjóflóði
Haraldur Örn Ólafsson, Everestfari, pólfari og heimsmethafi opnaði nýlega klifurbraut í Esjunni með Fjallafélaginu.

Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða
Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi.

Falleg sérhæð í Hlíðunum
Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð.

Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra
Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar.

Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ
Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur.

Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi
Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær.

Tveir „galdramenn“ í haldi
Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær.

Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði
Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna.

Lengja opnunartímann aftur
Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði.

Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri
Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun.

Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“
Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum.

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna.

Ballið búið í Bláfjöllum í vetur
Skíðavertíðinni í Bláfjöllum er lokið í vetur. Í tilkynningu frá skíðasvæðinu kemur fram að vegna þess að ekkert snjóaði um helgina séu allar skíðaleiðir í sundur á einum eða fleiri stöðum, ásamt lyftusporum. Það er vegna hlýindakafla í lok mars og byrjun apríl.

Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf.

Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti
Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða.