Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun