
Reykjavík

Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni
Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið.

Hleðslustöðvamálinu lokið eftir nei frá Hæstarétti
Ísorka fær ekki að áfrýja dómi Landsréttar í hleðslustöðvarmálinu svokallaða til Hæstiréttar. Málskotsbeiðni Ísorku var hafnað af Hæstarétti fyrir helgi.

Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð
Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar.

Sama tilfinning og þegar innrásin hófst
Úkraínumenn og hópur Rússa á Íslandi fordæma eldflaugaárásir Rússlands á borgir í Úkraínu. Blásið var til mótmæla fyrir utan sendiráð Rússlands á Íslandi í dag og lýstu mótmælendur yfir samstöðu með Úkraínumönnum. Skipuleggjandi mótmælanna segir tilfinninguna þá sömu og þegar innrásin hófst.

Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut
Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund.

Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Hinir grunuðu og konan þekktust
Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri.

Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana
Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri.

Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás
Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu.

Stressuð að byrja í íslenskum skóla
Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga.

Strengur í hjarta Reykjavíkur úti vegna álags
Byggingaframkvæmdir og þétting byggðar í Reykjavík hafa valdið víðtækum rafmagnstruflunum síðustu vikur. Forstöðumaður hjá Veitum segir að auka þurfi samstarf við verktaka svo rafmagnsbilanir verði ekki algengari samhliða aukinni uppbyggingu.

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins
Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Vaknaði við innbrotsþjófa sem hlupu á brott
Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilana
Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær.

Ekki ákærð tvisvar fyrir sama brot eftir háskalega eftirför
Landsréttur felldi í vikunni úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem máli konu, sem veitt var háskaleg eftirför vegna innbrotshrinu, var vísað frá þar sem dómurinn taldi lögreglustjóra hafa ákært konuna tvisvar fyrir sama brot.

Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe
Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram.

Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis
Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á.

Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis
„Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti.

Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar
Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur.

Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir
Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja.

Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs
Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.

Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niðurstöðunni
„Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal.

Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík
Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna.

Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki
Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva.

Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust
Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú.

Tillaga Arons aftur vinsælust: „Þetta var náttúrulega bara rýtingur í bakið“
Aron Kristinn Jónasson, söngvari og meðlimur í tvíeykinu ClubDub, segir það hafa verið eins og að fá rýting í bakið þegar Reykjavíkurborg ógilti hugmynd hans um að reisa styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug vorið 2021. Hann hefur ekki gefist upp og reynir nú aftur.

Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana.

Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu
Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður.

Tafir á Miklubraut vegna blikkandi umferðarljósa
Ólag á umferðarljósum á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar hefur valdið töfum á umferð þar nú síðdegis. Gul ljós blikkuðu og engri annarri umferðarstýringu til að dreifa.

Vill gefa Reykjavík risaeðlu
Nýr og tiltölulega óvenjulegur eldri borgari mun mögulega bætast við íbúahóp Reykjavíkur á næstunni. Þar er um að ræða um 65 milljóna ára gamla risaeðlu, nánar tiltekið þríhyrnu, sem fimm ára stúlka fann.