Flugvöllurinn fer hvergi Ingibjörg Isaksen skrifar 4. maí 2023 09:32 Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Byggðamál Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt. Öryggi vallarins skerðist ekki Síðustu daga hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll verið áberandi. Tilefni umræðunnar eru niðurstöður skýrslu faglegs starfshóps sem fékk það verkefni að rýna áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug – og rekstaröryggi flugvallarins. Niðurstaða starfshópsins er að byggðin hafi að óbreyttu áhrif á aðstæður á Reykjavíkurflugvelli en með aðgerðum muni öryggi hans ekki skerðast. Samkomulagið tryggir völlinn í áratugi Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Ekki er hann aðeins mikilvæg brú milli borgar og landsbyggðanna heldur er hann órjúfanlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsins. Þetta skilja allir og þess vegna var skrifað undir samkomulag árið 2019 um það að Reykjavíkurflugvöllur myndi verða við óbreytt skilyrði í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur fyndist og það sem meira er: Flugvöllurinn verður óbreyttur í Vatnsmýri þar til annar flugvöllur getur tekið við öllum þeim skyldum sem á Reykjavíkurflugvellli hvíla. Það þýðir einfaldlega að Reykjavíkurflugvelli verður ekki haggað í áratugi. Um það snýst samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019. Reykjavíkurflugvöllur er líflína Ég hef fullan skilning á því að sú ófaglega og á köflum ómerkilega umræða sem hefur átt sér stað síðustu daga veki ótta hjá fólki, ekki síst þeim sem búa fjarri höfuðborginni og hafa þurft að reiða sig á sjúkraflug til að koma veikum eða slösuðum ættingjum á Landspítalann. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega ekkert venjulegt mannvirki, hann getur verið líflína. Staðreyndir - ekki upphrópanir Markmið innviðaráðherra með því að skipa hóp sérfræðinga eftir tilnefningar frá Isavia, öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna, háskólasamfélaginu, Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborg undir forystu verkfræðingsins Eyjólfs Árna Rafnssonar var að draga fram staðreyndir og færa umræðuna um þetta viðkvæma málefni, Reykjavíkurflugvöll, af blóðvelli stjórnmálanna. Jafnmikilvæg umræða verður að vera byggð á staðreyndum en ekki upphrópunum og æsingi. Stjórnmálamenn mega ekki láta kappið bera fegurðina ofurliði. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar