Kópavogur

Slagsmál reyndust hnefaleikaæfingar að nóttu
Lögreglunni var tilkynnt um slagsmál í Kópavogi rétt eftir miðnætti í nótt. Sá sem tilkynnti sagði að menn væru berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að þrír menn væru að æfa sig í hnefaleikum.

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu
Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Grunsamlegir menn reyndust dósasafnarar
Tilkynnt var um tvo grímuklædda og grunsamlega aðila á rafhlaupahjólum í Kópavogi í gær eða nótt. Í dagbók lögreglu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi komið í ljós að mennirnir tveir voru að tína upp dósir og flöskur.

Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað
Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags.

Hvað verður um Kára?
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári.

Gremja vegna golfbíla á meistaramóti
Oddur Steinarsson læknir er sérdeilis hlessa á mótstjórn GKG sem vill skriflegt vottorð frá manni sem telur sig þurfa að vera á golfbíl í komandi meistaramóti. Úlfar Jónsson segir að svona sé íþróttin – gæta verði jafnræðis með kylfingum. Þá eru læknar hugsi yfir sífelldri vottorðaskriffinsku.

Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu
Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.

Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings.

Lögregla stöðvaði unglingapartý í Guðmundarlundi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði á föstudag afskipti af hópi unglinga sem safnaðist hafði saman í Guðmundarlundi í Kópavog. Einhverjir þeirra voru með áfengi við hönd en ekki margir. Barnavernd hefur aðkomu að einhverjum málanna.

Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi
Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli.

Fimm í fangageymslu í nótt
Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.

Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur
Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta.

Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn
Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir.

Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar
Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní.

Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga
Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar.

Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn
Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.

Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog
Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn.

Ofurhetjan Sólon selur íbúðina í Kópavogi
Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona, hafa sett íbúð sína við Ásakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Stútfull hátíðardagskrá um allt land á 17. júní
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun og haldið verður upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Venjunni samkvæmt er stútfull og metnaðarfull dagskrá um allt land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum.

Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna.

Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur.

Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi.

Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum
Arkitekt segir leiðinlegt þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum í tali um framkvæmdir og gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa flottheit við byggingu Fossvogsbrúar.

Loka vinnuskólanum og leikskólabörnum haldið innandyra
Vinnuskóla Kópavogs auk Vinnuskóla Reykjavíkur var lokað í dag og starfsmenn sendir heim sökum slæmra loftgæða af völdum gosmengunar. Þá verður leikskólabörnum í Kópavogi haldið innandyra og ekki send í útivist í dag af sömu ástæðu.

Rafmagnsleysi í Kópavogi og Fossvogi
Rafmagnslaust er í Kópavogi og Fossvogi vegna háspennubilunar. Þetta kemur fram á vef Veitna.

Einn stunginn þegar tveir hópar voru að útkljá sín mál
Einn maður var stunginn eða skorinn með hníf í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar með áverka á hendi sem eru ekki taldir alvarlegir.

Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag
Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Ók í gegnum grindverk heimahúss og fannst skammt frá
Lögreglunni var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi í gærkvöldi í nótt. Einn var slasaður eftir slagsmálin og var sá fluttur á slysadeild. Einn var handtekinn vegna málsins, grunaður um alvarlega líkamsárás.

Fyrstu tvö árin okkar í Kópavogi
Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað.

Íbúar óttast nýtt hverfi og að ekki verði tekið tillit til þeirra
Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er.