Fjárhættuspil

Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt
Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða.

Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni
Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni.

Kona á níræðisaldri vann 19,5 milljónir
„Loksins kom að því“ hefur Íslensk getspá eftir 86 ára gamalli konu sem hlaut fyrsta vinning í síðasta lottóútdrætti á laugardaginn var. Hún vann rúmlega 19,5 milljónir.

Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki.

Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi.

KSÍ minnir á nýtt ákvæði um veðmálastarfsemi
Knattspyrnusamband Íslands vekur í dag athygli á ákvæði um veðmálastarfsemi sem samþykkt var í vetur og sett inn í reglugerð sambandsins um knattspyrnumót.

Til framtíðar
SÁÁ verður að hætta þátttöku í rekstri spilakassa! Trúverðugleiki SÁÁ er langt um verðmætari en svo að eiga þátt í að magna upp fleiri samfélagsleg vandamál, líkt og spilafíkn augljóslega er.

Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu
Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir.

Hvetur Olís til að opna ekki spilakassana á nýjan leik
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetur Olís til að opna ekki aftur fyrir spilakassa í verslunum sínum en þeir hafa ekki opnað þá aftur eftir samkomubann.

Hélt að lottóvinningurinn væri grín
Karlmaður um fertugt vann 35,4 milljónir í lottó um helgina.

Vann 10 milljónir í Happdrætti Háskólans
Einn heppinn miðaeigandi vann tíu milljónir króna í svokallaðri Milljónaveltu HHÍ.

Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins
Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta.

Tveir fá 35 milljónir
Tveir voru með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fá vinningshafarnir rétt tæplega 35 milljónir hvor í sinn hlut.

Eldri kona á leið á eftirlaun vann 75 milljónirnar
Það var eldri kona sem er á leið á eftirlaun sem vann 75,5 milljónir króna í EuroJackpot síðastliðinn föstudag.

Pabbi týndist og er nú farinn
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum.

Fjárhættuspilakóngur Asíu er látinn
Stanley Ho, sem gekk undir nafninu Guðfaðirinn eða Fjárhættuspilakóngurinn, er látinn, 98 ára að aldri.

Fjórfaldur pottur í næstu viku
Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti vikunnar og verður því potturinn fjórfaldur í næstu viku.

Segir það skjóta skökku við að senda milljarða úr landi til að halda úti spilakössum
Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn gagnrýnir að á árunum 2015-2018 hafi Íslandsspil og Happdrætti Háskólans greitt erlendum fyrirtækjum tæpa tvo milljarða til að halda úti starfsemi spilakassa.

Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“
Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum.

Íslandsspil í harðri samkeppni við ríkið um spilakassana
„Það eru allir sammála um það að það hefur enginn af þessum aðilum sérstakan áhuga á því að hafa einhverja fjármuni af fólki sem er að berjast við spilafíkn. Ekki frekar en þeir sem reka skemmtistaði eða bari hafa áhuga á því að selja þeim áfengi sem eiga erfitt með að ráða við það,“ segir Þór Þorsteinsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Græðgi
Örn Sverrisson skrifar um opnun spilakassa.

Búbót fyrir félögin ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu leyfðar á íþróttaviðburðum
Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum.

Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum
Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi.

Krefjast viðræðna við forsætisráðherra um spilakassa
Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla.

Einn heppinn var með allar tölur réttar í Lottó
Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og hlaut 79.441.220 krónur í sinn hlut. Tíu raða miðinn var keyptur í N1 Bíldshöfða í Reykjavík.

Frjáls framlög
Nú er rúm vika frá því að sóttvarnalæknir, landlæknir og almannavarnir hertu á samkomubanni og tóku sérstaklega fram að loka skyldi öllum spilakössum.

Lottópotturinn verður fimmfaldur
Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er potturinn því fimmfaldur í næstu viku.

Virðingarvert framtak í spilasjúku samfélagi
Ég hef að undanförnu fylgst með aðdáunarverðri baráttu nýstofnaðra Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Fjórir hrepptu fimm milljónir hver
Fjórir miðaeigendur unnu fimm milljónir hver í marsútdrætti Happdrætti Háskóla Íslands.