Opið bréf til dómsmálaráðherra vegna starfshóps um happdrætti Alma Hafsteinsdóttir skrifar 30. apríl 2021 09:31 Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Spilafíkn á sér margar hliðar og telja Samtök áhugafólks um spilafíkn mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum að í allri umræðu sem fram fer um þennan vanda eða málefni sem honum tengjast. Af þeim sökum var tekið jákvætt í ósk dómsmálaráðherra um að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætlað er „að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála.” Samtökin sjá engu að síður ástæðu til að gera athugasemdir við þessa nefndarskipan ásamt hlutverki starfshópsins. Í fyrsta lagi er nefndinni ekki ætlað að fjalla um þá kröfu að spilakössum verði lokað til frambúðar eins og fram hefur komið í ítarlegri skoðanakönnun á vegum Gallup að er vilji 86% þjóðarinnar. Í öðru lagi vekur athygli að yfirgnæfandi meirihluti nefndarmanna er frá stofnunum og samtökum sem hafa beina fjárhagslega hagsmuni af rekstri spilakassa og happdrætta. Í þriðja lagi er starfsvið nefndarinnar um margt óljóst og hefði mátt ætla að markvissara væri að afmarka tiltekin álitamál svo sem hvað varðar netspilun, samvinnu rekstraraðila, spilakort, eftirlit, rannsóknir og meðferðarúrræði á spilafíkn í stað þess að ætla starfsnefnd að komast að niðurstöðu um alla þessa þætti. Í erindisbréfinu ægir öllu saman en athygli vekur að efst á blaði segir að kannaðir skuli „möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.” Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna allri umræðu um málefnið en að sjálfsögðu að því tilskyldu að verið sé af alvöru að takast á við þann vágest sem fjárhættuspil eru í lífi margra einstaklinga og fjölskyldna. Erindisbréf dómsmálaráðherra og nefndarskipun ber þess því miður ekki vott að vilji sé til að nálgast spilavandann úr þessari átt. SÁS ítreka að samtökin munu framvegis sem hingað til kappkosta að leggja gott til málanna hvar sem færi gefst. Virðingarfyllst, Alma Hafsteins, f.h Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar