Lyf

Fréttamynd

Stjórn­endum fækkar hjá Lyfja­stofnun

Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn fleiri sektaðir vegna full­yrðinga um CBD

Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég hef engan hag af því að á­vísa þessum lyfjum“

Sérfræðilæknir sem þegið hefur hæstu greiðslurnar hér á landi frá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk sem framleiðir sykursýkis-og þyngdarstjórnunarlyf segist engan hag hafa af því að ávísa lyfjunum. Embætti landlæknis segist ekki geta lagt mat á hvort viðeigandi sé af heilbrigðisstarfsmönnum að þiggja slíkar greiðslur.

Innlent
Fréttamynd

Andrés húðskammar Lyfja­stofnun

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Lyfjastofnun fyrir 8,7 prósenta hækkun á gjaldskrá um áramótin. Allir verði að leggja sitt af mörkum í baráttu við verðbólgu og háa vexti, líka Lyfjastofnun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn á lífi því kærastan kom snemma heim

Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lags­lækningar og frelsi til bata

Umræðan um skaðaminnkandi lyfjameðferðir síðustu vikur hefur litast mikið af hinu læknisfræðilega módeli. Að horfa bara á líkamlegu hlið sjúkdóma kemur okkur ekki langt í heilsueflingu. Það er misjafnt hve mikil áhrif veikindi hafa á umhverfi okkar og það er mjög misjafnt hve vel samfélagið sýnir hinum mismunandi áskorunum veikinda skilning og stuðning.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar því um jólin að fá loksins lífs­nauð­syn­leg lyf

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og aðgerðasinni, fagnar því um þessar mundir að lyfið Evrysdi sé komið í kerfið og aðgengilegt þeim sem þjást af taugahrörnunarsjúkdóminum SMA. Lyfið á að geta stöðvað framvindu sjúkdómsins alveg.

Innlent
Fréttamynd

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkun

Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkandi til­gangi?

Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. 

Skoðun
Fréttamynd

Gleymda fólkið

Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjarga lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum.

Skoðun
Fréttamynd

Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Verðandi stjórnar­for­maður Controlant fjár­festi í út­boði fé­lagsins

Þrír íslenskir lífeyrissjóðir komu inn sem nýir beinir hluthafar í Controlant þegar þeir lögðu til félaginu meginþorra þess fjármagns sem það sótti sér í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Daninn Søren Skou, verðandi stjórnarformaður Controlant og fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók sömuleiðis þátt í útboðinu en í bréfi til fjárfesta boðar tæknifyrirtækið tíðari upplýsingagjöf til hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Tekjur jukust mikið en tapið á­fram gríðar­legt

Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki gott að við séum að greina of marga“

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf.

Innlent