Portúgal

Fréttamynd

Mikil­vægt að vita hvar og hvernig réttar upp­lýsingar fást í krísuástandi

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi.

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk.

Innlent
Fréttamynd

Létt í lund þrátt fyrir margra klukku­stunda bið eftir Lissabon

Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega.

Innlent
Fréttamynd

Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal

Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum mjög háð raf­magninu“

Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég verð dauður áður en kvik­mynda­húsin loka“

Finninn Mika Juhani Kaurismäki er frumkvöðull í kvikmyndagerð. Hann, ásamt yngri bróður sínum Aki, hristu af sér ok Sovéttímans á sínum tíma sem lá eins og mara yfir finnsku þjóðlífi og breyttu finnskri kvikmyndagerð svo um munar. Segja má að þeir hafi samhliða breytt kvikmyndagerð í allri Skandinavíu og víðar. Áhrif þeirra bræðra verða seint ofmetin.

Menning
Fréttamynd

Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fögnuðu sigri í Íslendingaslag á móti Sporting í portúgalska handboltanum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Orra Freys Þorkelssonar og félagar í deildinni í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Leggur hristarann á hilluna eftir mótið

Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Neyðar­á­stand vegna skógar­elda í Portúgal

Yfirvöld í Portúgal lýstu í vikunni yfir neyðarástandi vegna rúmlega hundrað skógarelda sem loga víðsvegar um norðanvert landið. Þúsundir slökkviliðsmenn berjast við eldana en vitað er til þess að sjö hafi látið lífið vegna eldanna.

Erlent
Fréttamynd

„Það er hula yfir sólinni“

Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins.

Erlent
Fréttamynd

Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal

Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns.

Erlent
Fréttamynd

Play fjölgar á­fanga­stöðum í Portúgal

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætluðu að draga sig úr Euro­vision fram á síðustu stundu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Play tekur flugið til Afríku

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku.

Viðskipti innlent