Jemen

Fréttamynd

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen

Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Notuðu dróna til að sprengja olíubíla í loft upp

Þrír olíuflutningabílar sprungu í morgun í loft upp á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bílarnir eru sagðir hafa verið sprengdir í loft upp með litlum drónum sem flogið var að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Mann­fall eftir sprengju­á­rás á flug­velli í Jemen

Fimm manns hið minnsta eru látnir og fjöldi særður eftir sprengjuárás á flugvelli í jemensku hafnarborginni Aden í morgun. Sprengingar heyrðust og skotið var úr byssum á flugvellinum skömmu eftir að flugvél með nýrri ríkisstjórn landsins lenti á flugvellinum eftir að hafa komið frá Sádi-Arabíu.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.