Jemen

Fréttamynd

Minnst fimm­tán drónaárásum Húta af­stýrt í nótt

Danska freigátan Iver Huitfeld skaut niður fjóra dróna í nótt sem Hútar sendu út til að gera árás á það. Það kom fram í tilkynningu frá danska hernum frá í morgun. Minnst fimmtán drónar gerðu atlögu að skipaumferð sunnanvert í Rauðahafinu í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu mannslátin vegna á­rása Húta á Rauða­hafi

Tveir áhafnarmeðlimir flutningaskipsins True Confidence létu lífið í eldflaugaárás Húta undan ströndum Jemen í dag. Um ræðir fyrstu mannslátin frá því að hersveitir Húta hófu að gera árásir á flutningaskip sem sigla um Rauðahafið. 

Erlent
Fréttamynd

Skip sökk eftir loft­á­rás Húta

Flutningaskipið Rubymar sökk í Rauðahafinu í gærkvöldi eftir loftárás Húta í Jemen. Skipið er það fyrsta til þess að sökkva vegna aðgerða Húta í tengslum við stríðið á Gasa. 

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­miklar loftskeytaárásir á Húta

Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með stuðningi fleiri ríkja loftárás á átján skotmörk Húta í Jemen í dag. Er þetta fjórða árásin á Hútana frá því að flugskeytaárásir þeirra hófust í Rauðahafinu í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu nauð­syn þess að draga úr spennu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ráðast enn og aftur á Húta

Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum.

Erlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Erlent
Fréttamynd

Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt

Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir lang­varandi að­gerðir gegn Hútum

Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu á­rásir á Húta í fjórða sinn á viku

Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Hútar hóta hefndum

Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna

Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.

Erlent
Fréttamynd

Gera loft­á­rás á Húta í Jemen í nótt

Bretland og Bandaríkin undirbúa nú loftárásir á hendur Húta í Jemen og sagt er að þær verði gerðar í nótt. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands ráðfærði sig við ríkisstjórn sína varðandi árásirnar fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Drápu hátt­settan leið­toga Hesbollah

Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október.

Erlent
Fréttamynd

Danir senda freigátu í Rauða­hafið

Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta

Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt skipið fyrir eld­flaug á Rauða­hafi

Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það.

Erlent
Fréttamynd

Norskt tank­skip varð fyrir eld­flaug frá Hútum

Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum.

Erlent