Heilbrigðismál

Fréttamynd

Fái ein­staklingar sem eru hættu­legir sjálfum sér ekki við­eig­andi búsetuúrræði blasir við mikill harm­leikur

Ég er móðir manns sem er með alvarlegan geðrofssjúkdóm, sem hann greindist með rétt fyrir tvítugt. Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann býr í úrræði á vegum Reykjavíkurborgar og er í umsjón starfsfólks allan hringinn. Þó hann sé í þessu úrræði þá getur klárlega allt gerst þegar hann er geðrofi.

Skoðun
Fréttamynd

Þing í þágu kvenna

Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars.

Skoðun
Fréttamynd

„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungu­mál“

Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu.

Innlent
Fréttamynd

Árangur Eden stefnunnar - fimm­tán ára saga á Ís­landi

Um 2010 var hafið starf í anda Eden stefnunnar (Eden Alternative) hér á Íslandi. Mikill áhugi hafði þá verið um árabil á breyttum aðferðum í öldrunarþjónustu og margir að skoða heppilega, leiðbeinandi hugmyndafræði til að starfa eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að vera fangi í eigin líkama

„Það var áfall að átta sig á að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti bara barist í gegnum eða hrist af mér eins og ég hafði alltaf gert áður. Þetta kollvarpaði öllu sem ég þekkti í lífinu,“ segir Bjarndís Sara Breiðfjörð sem fyrir sjö mánuðum greindist með FND (Functional neurological disorder), sjúkdóm sem er bæði lítið þekktur og oft misskilinn – bæði af almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Einkenni FND eru fjölbreytt og yfirþyrmandi og koma fram sem skjálfti, skyntruflanir, krampar, flogaköst- og lömunarverkir, sem Bjarndís lýsir sem óbærilegum.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

Lé­legir ís­lenskir læknar...eru ekki til!

Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

NÓG ER NÓG – Heil­brigðis­kerfið er í neyðar­á­standi

Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur á brauðfótum. Ástandið á bráðamóttökunni í Fossvogi er orðið ómannúðlegt – og það eru engar ýkjur. Sjúklingar með alvarleg veikindi þurfa gjarnan að bíða klukkustundum saman, jafnvel sólarhringum, við óboðlegar aðstæður í þröngu og yfirfullu rými.

Skoðun
Fréttamynd

Lífs­nauð­syn­legt að­gengi

Fíknisjúkdómar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál samtímans. Sjúkdómar sem hafa víðtæk áhrif – ekki aðeins á einstaklinga, heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnafíkn getur valdið líkamlegu og andlegu heilsutjóni, félagslegri einangrun, atvinnumissi og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. 

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráð­herra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur

Við þátttakendur í Janusi endurhæfingu erum mjög viðkvæmur hópur af einstaklingum með fjölþættan vanda og hefur verið fyrir utan vinnu, náms og virkni í lengri tíma. Margir hafa erfiðleika við það að koma sér úr rúminu hvað þá út í samfélagið eftir að hafa lokað sig af í mislangan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskumælandi hjúkrunar­fræðingar

Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang.

Skoðun
Fréttamynd

„Og ég varð snargeðveikur“

Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir hefur nú hætt störfum enda að verða 78 ára gamall. Sveinn Rúnar hefur notið mikilla vinsælda, hann er með skemmtilegri mönnum og hefur verið heimilislæknir fræga fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Úlfar sem forðast sól!

Í dag er sumarið komið, allavega samkvæmt dagatali, sólin fer stöðugt hækkandi og sólarstundum fjölga eða þegar veðurguðirnir leyfa. Almenn þekking er að sólin hefur áhrif á daglegt líf okkar og heilsu. Með hækkandi sól verður fólk ekki einungis vart við fallegri og frísklegri húð heldur eykst yfirleitt kraftur og úthald. Sólin gerir það að verkum að líkaminn framleiðir D-vítamín sem er nauðsynlegt við uppbyggingu beina en einnig eru vísbendingar um að D-vítamín geti lækkað dánartíðni fólks.

Skoðun
Fréttamynd

POTS er ekki tísku­bylgja

Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð og er eitt af markmiðum samtakanna að stuðla að aukinni vitundarvakningu á POTS ásamt því að fræða almenning, aðstandendur og aðra um allar þær hliðar sem fylgja því að greinast með POTS. Það er okkar einlæga ósk að þið látið ykkur varða og aflið ykkur fræðslu um málefnið.

Skoðun
Fréttamynd

„Um­breyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hug­rekkis“

Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líflínan

Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Álfurinn í landsliðsbúningi í ár

Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, afhenti Ölmu Möller heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ þetta árið. Álfasalan hefst á morgun. Tekjum af sölunni er samkvæmt tilkynningu ætla að styðja við meðferðastarf SÁÁ.

Innlent