NATO

Fréttamynd

„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir fundi með Rubio

Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„BRÁÐUM“

„BRÁÐUM“ skrifar Katie Miller, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi úr ríkisstjórn Trumps, hástöfum í færslu á X í gær þar sem hún birtir kort af Grænlandi sem er málað með bandarískum fánalitum.

Erlent
Fréttamynd

Furða sig á við­brögðum Þor­gerðar sem dregur í land

Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“.

Innlent
Fréttamynd

Lengsta sjálfs­vígs­bréf í sögu Banda­ríkjanna

Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn.

Umræðan
Fréttamynd

Á kross­götum í At­lants­hafi

Misklíðin sem magnast hefur upp á undanförnum mánuðum í röðum bandalagsríkja út af Úkraínu er líkleg til að setja mark sitt á Atlantshafssamstarfið í framtíðinni. Hún skerpir einnig þá kosti sem íslensk stjórnvöld standa andspænis í öryggis- og varnarmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla.

Erlent
Fréttamynd

Bölvun Trumps 2.0

Kjarni málsins er sá að annað kjörtímabil Trumps er æfing í pólitískri óskhyggju. Í þetta sinn ætlar hann ekki að láta lögfræðilegar athugasemdir eða eigin fyrri gjörðir standa í vegi. Listinn yfir öfgastefnur sem hann ræddi á fyrra kjörtímabili en hefur fyrst nú framfylgt er langur.

Umræðan
Fréttamynd

Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki

Rússar munu ekki slaka neitt á kröfum sínum varðandi Krímskaga, Donabas-svæðið eða önnur svæði sem Rússar hafa innlimað í Úkraínu. Slíkt kemur ekki til greina og myndi koma niður á fullveldi Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína fái tryggingar sem jafn­gilda 5. greininni

Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess enn að Úkraínu­menn hörfi frá Donbas

Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stór­styrj­öld

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns

Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er stór­kost­legt vanda­mál fyrir Ís­lendinga“

Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Vöruðu við því að Banda­ríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu

Ráðamenn í Evrópu bera lítið traust til erindreka Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður Bandaríkjamanna við Rússa um mögulegan frið í Evrópu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði aðra þjóðarleiðtoga og embættismenn í Evrópu við því á dögunum að ráðamenn í Bandaríkjunum gætu á endanum svikið Úkraínu og Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Þor­gerður mætt en sögu­leg fjar­vera Rubio vekur furðu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning.

Erlent
Fréttamynd

Segist til­búinn í stríð við Evrópu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður.

Erlent
Fréttamynd

Aðvörunarorð Rutte, fram­kvæmda­stjóra NATO

Mark Rutte, framkvæmdstjóri Atlantshafsbandalagsins heimsótti Ísland fimmtudag 27. nóvember s.l. Í samtali við Mbl. sagði Rutte að allri Evrópu stafaði ógn af Rússlandi og útþenslustefnu þeirra. „Haldi nokkur á Íslandi að hann sé fjarri vígaslóðum heimsins, þá er það alrangt.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þráð nýtt líf Helgu­víkur í boði NATO

Samningur um milljarða uppbyggingu í Helguvík á Reykjanesi var undirritaður í morgun. NATO fjármagnar framkvæmdirnar og á utanríkisráðherra von á frekari viðveru NATO hér á landi í kjölfarið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar framkvæmdunum sem hafa haft langan aðdraganda.

Innlent
Fréttamynd

Út­gjöld Ís­lands til varnar­mála duga til – í bili

Áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu í varnartengd útgjöld fyrir árið 2035 duga í bili að sögn Marks Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem varði deginum á Íslandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti Ís­landi sem „augum og eyrum“ Nató

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún og Rutte boða til blaða­manna­fundar

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent