
Einbeittur brotavilji – Þegar Ísraelshatur og Gyðingahatur helst í hendur
Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur.

Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju
Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn.

Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna
Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum.

Búa sig undir slag um þungunarrofspillu
Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.

Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum
Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum.

Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof
Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof.

Hættur eftir þrjú tímabil í NFL til að gerast prestur
Khari Willis, varnarmaður Indianapolis Colts í NFL deildinni, tilkynnti á dögunum að hann hefði ákveðið að hætta eftir þriggja ára veru í deildinni. Willis ætlar sér að gerast prestur.

Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti
Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því.

Bann gegn guðlasti lögfest á ný
Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.

Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni
Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds.

Þú læknar ekki áföll með því að troða tveimur fingrum inn
Kynfræðingur efast um réttmæti heilandi kynlífsvinnu, eins og tíðkast víða á Íslandi í nýaldarfræðum og andlega heiminum. Hún hefur fengið fjölda beiðna um að taka þátt í allskonar andlegum kynlífs-tengdum viðburðum, en afþakkar alltaf.

Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð
Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð.

Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst
Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra.

Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar
Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu.

Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“
Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok.

Gísli stjörnuspekingur búinn að loka vefsíðu Gáruáhrifa
Gísli Gunnarsson Bachmann, stjörnuspekingur og jógakennari, er búinn að loka heimasíðu og Facebook-síðu Gáruáhrifa. Það gerði hann eftir að myndskeið af honum var birt í Kompás þar sem hann er að beita skjólstæðing sinn andlegu ofbeldi undir merkjum stjörnulesturs. Fleiri konur hafa stigið fram vegna mannsins.

„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“
Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi.

Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir
„Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt,“ segir Kolbeinn Sævarsson. Hann og Selma Kröyer sögðu í Kompás frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli.

Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð
Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát.