Trúmál

Fréttamynd

Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985

„Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök.

Tónlist
Fréttamynd

Heimur skorts eða gnægða?

Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá

„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi.

Innlent
Fréttamynd

Leó orðinn páfi

Leó fjórtándi var vígður sem páfi í dag í messu á Péturstorgi sem markar formlegt upphaf páfatíðar hans. Áður en messan hófst heilsaði hann tugþúsundum ferðamanna í bílferð um Péturstorg á Páfabílnum. Í messunni sagði páfinn að í heiminum væru of mörg sár vegna haturs og ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Hvað vitum við um Leó páfa?

Kardínálar kaþólsku kirkjunnar kusu sér í dag nýjan páfa, þann 267. í röðinni, á öðrum degi páfakjörs. Bandaríkjamaðurinn Robert Francis Prevost varð fyrir valinu og valdi sér páfanafnið Leó. Hann er fjórtándi páfinn til að kjósa sér það nafn, og mun því ganga undir nafninu Leó fjórtándi.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“

Kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn starfi sínu á páfastóli. Hann á ekki von á að páfakjör dragist á langinn og telur að efst á baugi næst páfa verði að hvetja til friðar. Páfakör varði ekki aðeins kaþólsku kirkjuna.

Innlent
Fréttamynd

Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar

Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi.

Innlent
Fréttamynd

Kardinálarnir læstir inni á morgun

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn.

Erlent
Fréttamynd

Húman­isminn í kær­leikanum og kær­leikurinn í húman­ismanum

Á tímum þar sem óvissa, afmennskun, skautun og skrumskæling á öllu því sem við höfum álitið sjálfsagt – á því hvað er rétt og hvað rangt, hvað snýr upp og hvað niður – setja mark sitt á samfélagið, er mikilvægara en nokkru sinni að rifja upp og efla þau gildi sem tengja okkur saman sem manneskjur.

Skoðun
Fréttamynd

Flokka Val­kost fyrir Þýska­land sem öfgasamtök

Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum.

Erlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar.

Innlent
Fréttamynd

Páfa­kjör hefst í næstu viku

Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa ákveðið að páfakjörsfundur til þess að velja eftirmann Frans páfa hefjist miðvikudaginn 7. maí. Þeir vilja ná að kynnast betur og ná samhljómi um nýjan páfa áður en kjörið hefst.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt met slegið í fjölda giftinga

Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Út­för Frans páfa

Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag

Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Út­för páfans á laugar­dag

Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Bað fyrir frið­sam­legum kosningum meðan hann hékk á krossinum

Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. 

Erlent
Fréttamynd

Þegar mannshjörtun mætast

Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og ör­lög smá­þjóða í á­tökum heims­velda

Í sagnaarfi Biblíunnar eru fáir atburðir áhrifameiri en herleiðingin til Babýlon, og borgin hefur í vestrænni menningu og til okkar daga verið táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Sögusvið Biblíunnar er landsvæði sem liggur á milli stórvelda, Egypta í suð-austri og hinna ýmissa heimsvelda sem risu upp í frjósama hálfmánanum.

Skoðun
Fréttamynd

Fáum presta aftur inn í skólana

Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert.

Skoðun
Fréttamynd

Iftar, aga­pe og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð

Um þessar mundir halda múslimar um allan heim Ramadan, föstumánuð, sem endar í lok marsmánaðar á Eid al-Fitr hátíðinni. Máltíðir skipta múslima miklu máli þennan tíma, en að lokinni föstu frá sólarupprás til sólarlags, er fastan rofin með sameiginlegri máltíð – iftar.

Skoðun