Jesús who? Atli Þórðarson skrifar 8. október 2025 10:30 Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun