MeToo

Fréttamynd

Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump

Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug

Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus.

Erlent
Fréttamynd

Hætta við útgáfu endurminninga Woody Allen

Bókaútgefandinn Hachette hefur ákveðið að hætta við áform um að gefa út endurminningar verðlaunaleikstjórans Woody Allen vegna ásakana á hendur Allen um kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur hans, Dylan Farrow.

Lífið
Fréttamynd

Gengu út eftir sigur Roman Polanski

Þónokkrar leikkonur, gengu út úr salnum þar sem César kvikmyndaverðlaunin voru veitt í París í gær eftir að leikstjórinn Roman Polanski hafði unnið til verðlauna fyrir bestu leikstjórn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Domingo dregur í land með afsökunarbeiðni sína

Aðeins tveimur dögum eftir að hann bað konur afsökunar á að hafa sært þær neitaði spænski söngvarinn Plácido Domingo því að hann hefði verið ágengur við konur eða reynt að koma höggi á þær í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Plácido Domingo biður konur af­sökunar

Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni.

Erlent
Fréttamynd

Fórnarlömb Jeffrey Epstein hneyksluð á Andrési prins

Lögmenn á snærum meintra fórnarlamba barnaníðingsins og viðskiptamannsins Jeffrey Epstein hvetja nú Andrés prins, hertogann af York, til þess að sýna samstarfsvilja í rannsókn bandarískra yfirvalda á meintum kynferðisbrotum Epstein.

Erlent