MeToo

Fréttamynd

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðingar um sak­fellingar á sam­fé­lags­miðlum standist ekki

Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Áss McCarthy?

Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Nöfn þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann sinn til þess að senda fimm einstaklingum kröfubréf, þar sem þess er farið á leit að þeir biðji hann afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað.

Innlent
Fréttamynd

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.

Innlent
Fréttamynd

Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir nefndina hafa vitað af á­sökunum þegar hún réð Ingó

Tryggvi Már Sæ­munds­son, rit­stjóri Eyja­r.net sem hefur safnað undir­skriftum til að mót­mæla því að Ingólfur Þórarins­son hafi verið af­bókaður af Þjóð­há­tíð, segir að þjóð­há­tíðar­nefnd hafi þegar vitað að Ingó væri um­deildur þegar hún réð hann til að sjá um brekku­sönginn.

Innlent
Fréttamynd

Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann

Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Við karlmenn

Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill munur á við­brögðum við kyn­ferðis­of­beldi milli kyn­slóða

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Ég er Ingó Veður­guð

Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Gæslu­­­stjóri snið­­­gengur Þjóð­há­­­tíð og rit­stjóri safnar undir­skriftum

Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Vinir mínir eru ekki skrímsli

„Frændi er ágætur, bara svolítið leiðinlegur í glasi, þannig að ekki skilja frænku eftir eina með honum.“ Flest könnumst við að hafa heyrt einhvern tímann eitthvað á þessum nótum. Kannski án þess að vita hvað var átt við með „leiðinlegur.“

Skoðun
Fréttamynd

Ingó sér ekki um brekku­sönginn á Þjóð­há­tíð

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa stað­­fest alla send­endur

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna.

Innlent
Fréttamynd

Ásakendur Cosby slegnir

Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni.

Erlent
Fréttamynd

Cos­by kominn heim

Leikarinn og grínistinn Bill Cosby er nú frjáls ferða sinna og laus úr fangelsi aðeins nokkrum klukkutímum eftir að kynferðisbrotadómi yfir honum var snúið við af Hæstarétti Pensylvaníu. Cosby myndaði friðarmerkið svokallaða, eða „V-for-victory“ eins og það er kallað í frétt AP, með annarri hendi sinni þegar hann gekk inn á heimili sitt í úthverfi Fíladelfíu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Dómurinn yfir Bill Cos­by ó­giltur

Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Gerendameðvirkni

Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi.

Skoðun