Nornahamar nútímans Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 15. júlí 2021 13:31 Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Tengdar fréttir Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00 Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir. Hvort skyldi þá þessi lýsing eiga betur við þær ofsóknir sem beinast gegn gerendum eða þolendum? Rétt er að það voru nær eingöngu menn ofsóttir á Íslandi á brennuöld en sjaldnast af konum og þar að auki skar eyjan okkar sig nokkuð úr því annars staðar í Evrópu snerust nornaveiðar einkum um að fanga konur til að fleygja á bálið. Nornir voru gjarna vergjarnar konur sem fóru berrassaðar gandreið á vit djöfulsins, höfðu við hann samfarir og átu pulsur unnar úr óskírðum börnum. Til þess að auðvelda mönnum að hafa upp á þessum galdrakvendum var gefin út handbókin Malleus maleficarum, eða svonefndur Nornahamar, sem kom út árið 1486. Í bók Siglaugs Brynleifssonar, Göldrum og brennudómum, er vísað beint í ritið þar sem segir m.a. um eðli norna að „þær eru sannar lostakirnur [...] og þær eru að eðli lygarar“ (bls. 59). Þetta viðhorf til kvenna hefur orðið merkilega lífseigt. Enn eru konur taldar ótrúverðugar; þegar þær stíga fram og segja frá því að á þeim hafi verið brotið þá þykir líklegast að þær fari með ósannindi. Þá eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að konan hljóti að hafa freistað mannsins, með klæðaburði eða háttalagi, og hún sé því líkt og hver önnur „lostakirna.“ Þessi afstaða hefur jafnframt leitt til þess að margar konur kenna sjálfum sér um ofbeldið sem þær verða fyrir og þær sitja uppi með skömmina. Það má vera ljóst að nornaveiðar snerust að mestu um karla að fyrirkoma konum sem þóttu sýna ótilhlýðilega hegðun. Því má vel kalla þær ofsóknir sem konur verða fyrir í dag nornaveiðar. Kommentakerfi netmiðlanna er Nornahamar nútímans og leiðir í ljós að það hefur ekki orðið stór breyting á viðhorfum til kvenna þrátt fyrir að rúm 500 ár séu liðin frá útgáfu ritsins. Það má bara þakka fyrir að nornabrennur séu ekki enn í tísku! Höfundur er sósíalískur femínisti
Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. 11. júlí 2021 09:00
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar