Yfirmaður hjá Alibaba sakaður um að nauðga starfsmanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2021 07:12 Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með. epa/Alex Plavevski Forsvarsmenn kínverska netsölurisans Alibaba hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast vinna með lögreglu að rannsókn meintrar nauðgunar eins af yfirmönnum fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota. Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu hefur umræddum einstakling verið sagt upp störfum en talsmenn Alibaba segja kynferðisbrot ekki verða liðin innan fyrirtækisins. Kínverskir miðlar birtu um helgina brot úr ásökunum kvenkyns starfsmanns Alibaba, sem sakar yfirmann sinn og viðskiptavin um að hafa brotið gegn sér í vinnuferð til borgarinnar Jinan í Shandong-héraði. Myllumerki sem stofnað var til að halda utan um ásakanirnar fór á flug á kínverskum samfélagsmiðlum í gær og var meðal mest notuðu myllumerkjanna á Weibo. Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist til muna í Kína eftir að þarlendir femínistar komu af stað innlendri #metoo-bylgju árið 2018. Eitt stærsta málið sem komið hefur upp á yfirborðið í kjölfarið eru ásakanir á hendur kínversk-kanadísku poppstjörnunni Kris Wu, sem handtekinn var af lögreglu grunaður um nauðgun. Alibaba er meðal þeirra fyrirtækja sem kínversk yfirvöld hafa vökult auga með en þau hafa freistað þess að koma böndum á umsvif og áhrif innlendra tæknirisa. Fyrirtækið var sektað um milljarða í apríl síðastliðnum vegna samkeppnisbrota.
Kína MeToo Tengdar fréttir Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alibaba sektað um 350 milljarða Kínversk stjórnvöld hafa sektað Alibaba, eitt stærsta netverslunarfyrirtæki heims, um 2,75 milljarða Bandaríkjadala fyrir brot á einokunarlögum. Eftirlitsaðilar í landinu segja fyrirtækið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína um árabil. 10. apríl 2021 14:29
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent