Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti viðurkennir mistök varðandi grímuskyldu
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist bera ábyrgð á því að ekki hafi verið farið eftir gildandi sóttvarnareglum við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem fram fóru í liðinni viku.

Hallgrímur tók þrennuna
Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin.

Bóksölulisti uppgjör: Glæpasagnadrottningin Yrsa hrifsar til sín krúnuna
Fyrir liggur uppgjör um bóksölu á síðasta ári. Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir er á toppi lista.

Veit ekki neitt og bíður spenntur eins og aðrir
Jólabókaflóðið er í fullum gangi nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til aðfangadags. Aldrei hafa fleiri konur verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þar eru 17 konur á móti fimm körlum.

Fimm karlar og sautján konur tilnefndar
Hallgrímur Helgason og Þórunn Jarla hljóta sína 6. tilnefningu hvort til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Elísabet, Arndís, Hulda Sigrún og Sumarliði hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin
Verðlaunin voru afhent nú rétt í þessu á Bessastöðum að viðstöddu fámenni vegna kórónuveirunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti. Verðlaunin taka til verka sem komu út á árinu 2020.

Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni.

Tvær bækur sama höfundar tilnefndar
Félag bókaútgefenda tilkynnti nú rétt í þessu um hvaða höfundar hljóta tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þar er eitt og annað sem kemur á óvart svo sem það að einn höfundur er tilnefndur fyrir sitthvort verkið.

Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin
Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast.

Flóra Íslands, Hallgrímur og Sigrún fengu verðlaunin
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent nú rétt í þessu.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir.

Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017.

Eins og það sé gömul beinaber kona innan í mér
Bergþóra Snæbjörnsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída sem hún segir að sé saga tveggja kvenna sem búa báðar innra með henni.

Helmingur útgáfu Guðrúnar tilnefndur
Ætlar að gefa kost á sér sem næsti formaður Fibut

Auður Ava, Rax og Hildur Knútsdóttir handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Þau Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Ragnar Axelsson hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2016 en það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sem hófst klukkan 20.

Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur
Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta.

Fannst að ég gæti byrjað aftur að skrifa þessa bók
Dagný Kristjánsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Bókabörn – Íslenskar barnabókamenntir verða til og hún segir þetta svið bókmenntanna sérstaklega áhugavert.

Bókin er miklu betri en ég
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur hefur hlotið góðar viðtökur og er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Stefnir í umdeild bókmenntaverðlaun
Tilnefningar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Sjón, Andri Snær og Guðbjörg verðlaunuð
Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til, Tímakistan og Íslenska teiknibókin þóttu bestu bækur ársins 2013 og höfundar þeirra hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin hver í sínum flokki.