Kosningar 2017

Sjálfstæðisflokkurinn gerðist brotlegur við fjarskiptalög
Póst- og fjarskiptastofnun barst kvörtun vegna óumbeðinna símtala frá Sjálfstæðisflokknum, en kvartandinn var bannmerktur í símaskrá.

Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar
Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan fjölmiðlum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári

Varaformaður VG vill að Sigríður segi af sér
Edward Huijbens skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra.

Skilaboð frá stjórnmálaflokkum andstæð lögum
SMS-skilaboð til kjósenda frá Flokki fólksins og Miðflokknum í aðdraganda síðustu kosninga voru óheimil samkvæmt niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunnar

Brutu lög með því að senda 138 þúsund óumbeðin SMS
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu á annað hundrað þúsund SMS til landsmanna í aðdraganda kosninga.

Kristján Þór segir frá styrkjum og launum hjá Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist munu meta hæfi sitt sérstaklega ef upp komi mál í hans embættistíð sem snerti Samherja.

Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri
Metfjöldi stjórnmálaflokka á Alþingi elur af sér fleiri formenn og þingflokksformenn sem fá álagsgreiðslur á þingfararkaup sitt. Formenn flokka fá 50 prósent álag á launin sín en formenn þingflokka 15 prósent.

„Samráð um kyrrstöðu“ í stjórnarsáttmálanum
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði margt gott að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann sagði þó sáttmálann yfirborðskenndan.

Samfylkingin orðin næststærst
Flokkurinn mælist með 16,7 prósenta fylgi en fékk 12,1 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október.

Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum.

Fengu sér í nefið saman
Sigurður Ingi sagðist hættur þessu en fékk sér þó með forvera sínum í ráðuneytinu.

Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag.

Jóhannes Þór aðstoðar Sigmund Davíð á ný
Jóhannes Þór var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2013 til 2016.

Máni stendur við stóru orðin og þarf að dansa á nærbuxunum með FM Belfast
Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson sem starfar á útvarpsstöðinni X-977 þarf að dansa á nærbuxunum einum uppi á sviði, en þetta varð ljóst þegar stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar varð að veruleika í morgun.

Lilja Rafney: „Minn tími mun koma“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti.

Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“
Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum.

Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag.

Jón fékk ekki ráðherrastól
Bjarni Benediktsson segir Jón hafa stutt tillöguna en lýst yfir vonbrigðum.

Ætla að styrkja stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum
Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur ætlar að framfylgja og fjármagna að fullu nýja aðgerðaráætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota.