Vísindi

Auka loðnukvótann um tæplega sextíu þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022-2023 verði ekki meiri en 275.705 tonn, sem þýðir 57.300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar.

Loftsteinn á ógnarhraða nær jörðu en gervitungl
Á miðnætti mun loftsteinn þjóta framhjá jörðinni í minni fjalægð en mörg gervitungl eða um 3,600 kílómetrum frá. Litlu má því muna að steinninn skelli á jörðinni en einungis vika er liðin frá því loftsteinninn uppgötvaðist.

Segja Ísland geta gegnt lykilhlutverki í matvælaöryggi í Evrópu
Ísland gæti séð milljónum Evrópubúa fyrir öruggum, sjálfbærum og staðbundið framleiddum próteingjöfum á næstu áratugum. Á sama tíma væri hægt að draga úr losun yfir 700 milljóna tonnum af kolefnisútblæstri.

Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar
Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar.

Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri
Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn.

Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi
Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu.

Litadýrðin rakin til eldgossins öfluga hinum megin á hnettinum
Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi.

Sáu stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg
Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hefur fundið stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg. Þetta er það mesta sem sést hefur af loðnu til þessa í sérstökum aukaleitarleiðangri skipsins, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku.

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart
Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður
Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar.

Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi
Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum.

Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu
Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda.

Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna
Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin.

Lagðir af stað í aðra aukaleit að loðnu á kostnað útgerðar
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í morgun til loðnuleitar. Þetta er annar aukaleitarleiðangurinn sem efnt er til á þessari vertíð en sá fyrri var í byrjun desembermánaðar.

Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs
Geimvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur á sem eru á lífbeltinu svokallaða á braut um fjarlæga stjörnu. Báðar reikistjörnurnar eru á stærð við jörðina en ein þeirra fannst árið 2020.

Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík
Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri.

Telja ósonlagið ná sér innan fjögurra áratuga
Hópur sérfræðinga telur að ef haldið verður áfram á sömu braut nái ósónlagið í lofthjúpi jaðar sér á næstu fjörutíu árum. Nýlega samþykktar aðgerðir til að draga úr notkun efna sem komu í stað ósóneyðandi efna eiga að forða allt að hálfrar gráður hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar.

Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði
Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum.

Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest
Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar.

Staðfesta endalok Insight-leiðangursins
Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið.