Skák

Norski heimsmeistarinn í skák ætlar nú að keppa á HM í póker
Magnus Carlsen er á leiðinni til Las Vegas en ekki þó til að keppa í skák.

Reykjavíkurskákmótið hafi sýnt að skákkonur þurfi að óttast öryggi sitt
Breska skákkonan Tallulah Roberts segir að karlmenn hafi ítrekað sýnt henni og fleiri skákkonum vanvirðingu á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti. Þá hafi maður klipið hana um mittið þegar hún átti leið um keppnissvæðið og annar tekið hana hálstaki.

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís
Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Tveir rússneskir íþróttamenn í langt bann
Rússneskur fimleikamaður og rússneskur skákmaður voru í dag dæmdir í langt keppnisbann af alþjóðasamböndum sínum fyrir að sýna Valdimír Pútín stuðning.

Yfir 300 erlendir keppendur í Reykjavík á næstu dögum
Eftir að ekki var hægt að taka á móti erlendum keppendum á Reykjavíkurleikunum í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins er búist við yfir 300 erlendum keppendum í ár.

Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum
Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn
Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn
Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil.

Carlsen vann eftir lengsta leik sögunnar
Sjötta viðureign heimsmeistaramótsins í skák fór fram í dag. Um var að ræða lengstu skák í sögu mótsins en Norðmaðurinn Magnus Carlsen hafði loks betur gegn Ian Nepomniachtchi.

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart
Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ellefu ára skáksnillingur bjargaði fjölskyldunni sinni af götunni
Tanitoluwa „Tani“ Adewumi er bara ellefu ára gamall síðan í síðasta mánuði en hann er á góðri leið með að verða yngsti stórmeistari skáksögunnar. Saga hans er þó líklega enn lygilegri.

Aldrei jafn margir stórmeistarar tekið þátt í Reykjavíkurmóti
Kviku Reykjavíkurskákmótið, Evrópumeistaramót einstaklinga í skák, hefst á Hotel Natura í dag og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á 11 dögum.

Varð yngsti stórmeistarinn í skáksögunni í dag
Abhimanyu Mishra varð í dag sá yngsti til að fá titilinn stórmeistari í skák. Mishra er tólf ára gamall drengur frá New Jersey í Bandaríkjunum. Mishra tryggði sitt þriðja GM-viðmið í Búdapest en þá hafði hann þegar tryggt sér skákstigin 2500, sem þarf til að fá titil stórmeistara.

Íslandsmótinu í skák lokið: Varðist máti eins og markvörður
Það skilur alltaf eftir sig óbragð í munni að tapa í síðustu umferð skákmóta og ég þurfti að bíta í það súra epli gegn vini mínum Helga Áss Grétarssyni í lokaumferð Íslandsmótsins. Sigur eða jafntefli hefði þýtt að ég hefði grætt nokkur skákstig en ósigurinn þýddi að ég tapa fáeinum slíkum sem er grautfúlt.

Hjörvar Steinn landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum
Nýr Íslandsmeistari í skák var krýndur í kvöld þegar Hjörvar Steinn Grétarsson landaði sigri í sinni skák í lokaumferð Íslandsmótsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjörvar Steinn verður Íslandsmeistari en hann hefur verið einn sterkasti skákmaður landsins.

Íslandsmótið í skák: Bróðirinn gæti setið uppi með skömmina
Það getur verið afar auðmýkjandi að sitja við skákborðið og þurfa að horfast í augu við hvað maður getur verið ógurlega vitlaus. Slíka stund upplifði ég sterkt í gær þegar ég mætti hinum unga Alexander Mai í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák.

Íslandsmótið í skák: Gleymdi af hvaða dýrategund þjálfarinn var
Í gær þurfti ég að sætta mig við tap gegn ungstirninu Vigni Vatnari og þurfti að horfast í augu við þá súrsætu martröð allra þjálfara að nemandinn sé kannski að taka fram úr í getu.

Íslandsmótið í skák: Blóðug barátta bræðra
Ég get ekki sagt að ég hafi verið fullur tilhlökkunar að mæta að Braga bróður mínum á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í skák: Eyddu vasapeningunum í humarveislu
Ég kalla hann eðludrenginn, vin minn og Íslandsmeistarann Guðmund Kjartansson. Ástæðan er sú að þegar tíminn styttist á klukkunni og pressan eykst þá á hann það til að breytast úr vinalegum og ljúfum skáksnillingi yfir í ógurlegt skriðdýr með kalt blóð.

Nepomniachtchi og Carlsen tefla um heimsmeistaratitilinn í nóvember
Rússneski stórmeistarinn Ian Nepomniachtchi sigraði í dag skákmót Alþjóðaskáksambandsins Candidate tournament og mun því mæta Norðmanninum og heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen í Dubai í nóvember næskomandi.