Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Verkefnaskortur leiddi til uppsagna hjá Matís

Útlit var fyrir mikinn rekstrarvanda hjá Matís en átta starfsmönnum var sagt upp störfum í júlí. Verkefnum fyrirtækisins hefur fækkað og styrking krónunnar og hækkun launa höfðu áhrif. Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna Matís.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

Hamur karlfuglsins sem drepinn var í Eldey fyrir nærri tveimur öldum fannst á náttúrufræðisafni í Brussel. Álfheiður Ingadóttir segir að um stórfrétt sé að ræða. Kvenfuglinn er ekki fundinn en vísbendingar eru um að hann sé í Cincinnati.

Innlent
Fréttamynd

Gefast ekki upp þótt á móti blási

Tæplega fimmtán þúsund manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið þetta árið og hlaupa til styrktar góðum málum. Agnes Ferro, Leifur Grétarsson og Gyða Kristjánsdóttir eru meðal þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld

Íslamska ríkið vill að Spánverjar dragi sig úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Fjórtán eru nú látnir eftir árásina á Römblunni í Barcelona. Lögregla fann tuttugu gastanka, útbúna til þess að nota í stórum árásum á Barcelona.

Erlent
Fréttamynd

Treystum fólkinu í Sjálfstæðisflokknum

Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær.

Skoðun
Fréttamynd

Bílstjóri færður til eftir ósætti við ráðherra

Bílstjóri fjármála- og efnahagsráðherra var sendur til annarra starfa eftir að honum sinnaðist við ráðherrann. Bílstjórinn tjáir sig ekki um atvikið. Ráðuneytisstjórinn segir algengt að bílstjórar færist milli ráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi kókaínfíkla helst í hendur við haldlagt magn

Fíklum í örvandi efni hefur fjölgað síðustu tvö ár að sögn forstjóra sjúkrahússins Vogs. Tölfræðin sýnir áþekka þróun á haldlögðu magni kókaíns og fjölda þeirra sem leita sér hjálpar við kókaínfíkn ár hvert.

Innlent
Fréttamynd

Handtína hvern stein ofan í

"Við þurfum að raða steinunum fallega því þá lítur veggurinn fallega út. Þetta er samt líka gert til að uppfylla öryggiskröfur,“ segir Björn Sigurðsson, eigandi Bjössa ehf. sem sér um að hlaða grjótvegginn við Miklubraut

Innlent
Fréttamynd

Kísilmálmverksmiðja United Silicon annar ekki eftirspurn

"Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslanir gefa ekki lengur upplýsingar

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Í tilkynningu frá RVS segir að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafi ákveðið að hætta miðlun á upplýsingum um veltutölur sínar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðiskonur gagnrýna leiðtogakjör

Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, gagnrýnir boðað leiðtogakjör flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Verði tillagan um leiðtogakjör samþykkt munu flokksmenn velja þann sem leiðir lista flokksins, en uppstillingarnefnd mun hins vegar raða í önnur sæti. Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna um þessa leið.

Innlent
Fréttamynd

Hryllingur í Barcelona

Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert barn útundan!

Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar baráttu Barnaheilla og tekur undir áskorun þeirra til stjórnvalda um að virða réttindi hvers barns til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar sem og rétt barna á vernd gegn mismunun.

Skoðun
Fréttamynd

Láta reka á reiðanum

Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Hvítt Hjörleyfi

Hjörleifur Guttormsson er maðurinn. Ég væri til í að hafa hann sem nágranna. Ég ætla að efast um að það séu mikil vandræði í kringum húsið hans í Skuggahverfinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Dýr ábyrgð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð.

Skoðun