Treystum fólkinu í Sjálfstæðisflokknum Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 14:24 Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góð stefnu ef enginn vill hlusta. Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópsins í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi lokuðu herbergi. Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla og treysta fólkinu í Sjálfstæðisflokknum til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag. Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallinn að skaða Sjálfstæðisflokkin í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi. Þar til viðhlýtandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum? Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góð stefnu ef enginn vill hlusta. Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópsins í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi lokuðu herbergi. Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla og treysta fólkinu í Sjálfstæðisflokknum til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag. Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallinn að skaða Sjálfstæðisflokkin í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi. Þar til viðhlýtandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum? Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar