Treystum fólkinu í Sjálfstæðisflokknum Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 14:24 Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góð stefnu ef enginn vill hlusta. Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópsins í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi lokuðu herbergi. Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla og treysta fólkinu í Sjálfstæðisflokknum til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag. Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallinn að skaða Sjálfstæðisflokkin í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi. Þar til viðhlýtandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum? Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góð stefnu ef enginn vill hlusta. Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópsins í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi lokuðu herbergi. Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla og treysta fólkinu í Sjálfstæðisflokknum til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag. Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallinn að skaða Sjálfstæðisflokkin í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi. Þar til viðhlýtandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum? Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun