Innlent

Handtína hvern stein ofan í

Benedikt Bóas skrifar
Grjótveggurinn við Miklubraut er um 380 metrar og er handgerður frá a-ö.
Grjótveggurinn við Miklubraut er um 380 metrar og er handgerður frá a-ö. vísir/ernir
„Ég veit ekki hvað steinarnir eru margir en þeir eru helvíti margir,“ segir Björn Sigurðsson, eigandi Bjössa ehf. sem sér um að hlaða grjótvegginn við Miklubraut en það sem vegfarendur munu sjá verður allt fyllt með höndunum, stein fyrir stein.

„Við þurfum að raða steinunum fallega því þá lítur veggurinn fallega út. Þetta er samt líka gert til að uppfylla öryggiskröfur,“ segir Björn.

Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna en hann var gagnrýndur í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Sagði Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi, að hann skildi ekki tilganginn með þessum vegg enda sé veggurinn skilgreindur sem hljóðmön en engar íbúðir séu þarna – þær séu hinum megin.

Björn býst við að vera mánuð til viðbótar að hlaða vegginn sem er um 380 metrar. „Það er verið að vanda til verka og því tekur þetta lengri tíma. Við erum 14-16 sem erum að gera þetta og veggurinn verður mjög flottur þegar hann verður tilbúinn. Það er búið að gera svona veggi víða en hvergi hefur verið nostrað jafn mikið og við erum að gera – enda eru þeir ekki jafn smart og þessi verður.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×