Verkefnaskortur leiddi til uppsagna hjá Matís Haraldur Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar Matís. vísir/ernir Átta starfsmönnum Matís var sagt upp störfum í síðasta mánuði þegar útlit var fyrir mikinn rekstrarvanda hjá opinbera hlutafélaginu. Forstjóri Matís segir styrkingu krónunnar og verkefnaskort hafa leitt til nauðsynlegra hagræðingaraðgerða svo fyrirtækið yrði ekki rekið með tapi á árinu. „Uppsagnirnar í júlí voru einfaldlega út af rekstrarstöðunni. Annars vegar höfum við þurft að glíma við hækkun launa, eins og á almennum vinnumarkaði. Styrking krónunnar í þeim verkefnum sem við vorum komin með hefur áhrif en verulegur partur af okkar verkefnum hefur komið úr erlendum samkeppnissjóðum. Við höfðum sett út nokkra öngla en færri bitu á en gert var ráð fyrir,“ segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, í samtali við Fréttablaðið.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir mikil óánægja á meðal starfsmanna Matís vegna þess hvernig staðið var að hagræðingaraðgerðunum. Að sögn Sveins gæti þurft að skera enn frekar niður í ferðakostnaði starfsmanna og innkaupum á aðföngum. Um 120 manns vinna hjá Matís sem veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði í verkefnum eins og matvælaöryggi, erfðatækni, umhverfismálum, vöruþróun og fleira. „Við ákváðum að taka á þessum málum strax en núna eru engar áætlanir um frekari uppsagnir. Þær í júlí tengdust starfsfólki af ýmsum sviðum og með mismunandi starfsaldur. Það var horft á ýmsa þætti í starfseminni þegar þessar ákvarðanir voru teknar,“ segir Sveinn. Matís er að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og alþjóðlegu rannsóknarverkefnin hafa verið grunnurinn að vexti þess. Rétt um fjórðungur af heildarfjármögnun fyrirtækisins er í gegnum þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Það er óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði eða þegar við miðum okkur við álíka fyrirtæki og stofnanir. Okkar fjármögnun er að stórum hluta úr samkeppnissjóðum sem er í eðli sínu tiltölulega óviss fjármögnun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Átta starfsmönnum Matís var sagt upp störfum í síðasta mánuði þegar útlit var fyrir mikinn rekstrarvanda hjá opinbera hlutafélaginu. Forstjóri Matís segir styrkingu krónunnar og verkefnaskort hafa leitt til nauðsynlegra hagræðingaraðgerða svo fyrirtækið yrði ekki rekið með tapi á árinu. „Uppsagnirnar í júlí voru einfaldlega út af rekstrarstöðunni. Annars vegar höfum við þurft að glíma við hækkun launa, eins og á almennum vinnumarkaði. Styrking krónunnar í þeim verkefnum sem við vorum komin með hefur áhrif en verulegur partur af okkar verkefnum hefur komið úr erlendum samkeppnissjóðum. Við höfðum sett út nokkra öngla en færri bitu á en gert var ráð fyrir,“ segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, í samtali við Fréttablaðið.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir mikil óánægja á meðal starfsmanna Matís vegna þess hvernig staðið var að hagræðingaraðgerðunum. Að sögn Sveins gæti þurft að skera enn frekar niður í ferðakostnaði starfsmanna og innkaupum á aðföngum. Um 120 manns vinna hjá Matís sem veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði í verkefnum eins og matvælaöryggi, erfðatækni, umhverfismálum, vöruþróun og fleira. „Við ákváðum að taka á þessum málum strax en núna eru engar áætlanir um frekari uppsagnir. Þær í júlí tengdust starfsfólki af ýmsum sviðum og með mismunandi starfsaldur. Það var horft á ýmsa þætti í starfseminni þegar þessar ákvarðanir voru teknar,“ segir Sveinn. Matís er að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og alþjóðlegu rannsóknarverkefnin hafa verið grunnurinn að vexti þess. Rétt um fjórðungur af heildarfjármögnun fyrirtækisins er í gegnum þjónustusamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. „Það er óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði eða þegar við miðum okkur við álíka fyrirtæki og stofnanir. Okkar fjármögnun er að stórum hluta úr samkeppnissjóðum sem er í eðli sínu tiltölulega óviss fjármögnun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira