250 milljóna króna viðgerð á Toppstöðinni 19. ágúst 2017 06:00 Toppstöðin við Rafstöðvarveg 4 var reist árið 1946. Á sínum tíma stóð til að rífa húsið en þeim áætlunum hefur nú verið breytt. vísir/eyþór Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru ósáttir við hugmyndir um að verja eigi 250 milljónum króna í uppbyggingu á Rafstöðvarvegi 4. Segja þeir eðlilegra að ráðast í bráðaviðgerðir á húsnæði grunnskóla og leikskóla en að verja fé í þetta. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn tillögu þess efnis að auglýst verði eftir samstarfsaðila um þróun Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal. Í greinargerð með tillögunni segir að gert sé ráð fyrir að lagðar verði 250 milljónir í viðgerðir á húsinu. Halldór Halldórsson„Sú upphæð mun að öllum líkindum einungis duga til þess að bæta ytra byrði en umtalsvert meiri fjárfestingu þarf til þess að koma húsinu í góð framtíðarnot,“ segir í greinargerð með tillögunni. Því þyrfti samstarfsaðili sjálfur að fjármagna framkvæmdir umfram framkvæmdir borgarinnar sem þarf til að búa húsið undir nýja starfsemi. Áður hafði verið ákveðið að rífa húsið, en þeim áætlunum hefur nú verið breytt. „Við óskum líka eftir upplýsingum um hver niðurrifskostnaðurinn gæti orðið. En mér finnst ólíklegt að þetta hús verði rifið. Út frá byggingarlegu sjónarmiði er þetta merkilegt hús, er mér sagt. Þetta er stálgrindarhús sem er hnoðað. Einhvers konar Marshallaðstoðarhús,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þess vegna sé eðlilegast að fá rekstraraðila sem geti að fullu skilað viðhaldspeningunum til baka í leigu eða einhverju svipuð formi. „En við hlaupum ekki í viðgerðir á þessu húsi fyrir 250 milljónir þegar þörfin er svona brýn í leikskólum og grunnskólum,“ bætir Halldór við.Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að þrátt fyrir bókunina hafi Sjálfstæðismenn samþykkt tillöguna í atkvæðagreiðslu. „Ég er alveg sammála því að maður verður alltaf að hugsa þetta, hvar á maður að nota peningana. En þau láta líta út eins og við séum ekkert að gera í viðhaldi í leikskólum og grunnskólum. Það er mesta kjaftæði,“ segir Björn og bætir við að í ár sé fimm milljörðum varið í nýbyggingar, viðbyggingar og endurgerð skólalóða. Hann bætir því jafnframt við að ekki verði lagðir peningar í viðhald á Toppstöðinni fyrr en það liggur ljóst fyrir hvaða hugmyndir mögulegir samstarfsaðilar koma með. Reist árið 1946Hús Toppstöðvarinnar að Rafstöðvarvegi 4 var reist árið 1946. Samkvæmt upplýsingum sem Borgarsögusafn hefur tekið saman var húsið tekið í notkun árið 1948 og hafði það hlutverk að sinna toppálagspunktum í raforkuþörf og hitaveitu og dregur nafn sitt af því hlutverki. Með tilkomu Búrfellsvirkjunar árið 1969 minnkaði notkun Toppstöðvarinnar en hún var endanlega lögð af árið 1981. Árið 2008 tók samnefnt frumkvöðlasetur hluta hússins undir sína starfsemi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru ósáttir við hugmyndir um að verja eigi 250 milljónum króna í uppbyggingu á Rafstöðvarvegi 4. Segja þeir eðlilegra að ráðast í bráðaviðgerðir á húsnæði grunnskóla og leikskóla en að verja fé í þetta. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn tillögu þess efnis að auglýst verði eftir samstarfsaðila um þróun Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal. Í greinargerð með tillögunni segir að gert sé ráð fyrir að lagðar verði 250 milljónir í viðgerðir á húsinu. Halldór Halldórsson„Sú upphæð mun að öllum líkindum einungis duga til þess að bæta ytra byrði en umtalsvert meiri fjárfestingu þarf til þess að koma húsinu í góð framtíðarnot,“ segir í greinargerð með tillögunni. Því þyrfti samstarfsaðili sjálfur að fjármagna framkvæmdir umfram framkvæmdir borgarinnar sem þarf til að búa húsið undir nýja starfsemi. Áður hafði verið ákveðið að rífa húsið, en þeim áætlunum hefur nú verið breytt. „Við óskum líka eftir upplýsingum um hver niðurrifskostnaðurinn gæti orðið. En mér finnst ólíklegt að þetta hús verði rifið. Út frá byggingarlegu sjónarmiði er þetta merkilegt hús, er mér sagt. Þetta er stálgrindarhús sem er hnoðað. Einhvers konar Marshallaðstoðarhús,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þess vegna sé eðlilegast að fá rekstraraðila sem geti að fullu skilað viðhaldspeningunum til baka í leigu eða einhverju svipuð formi. „En við hlaupum ekki í viðgerðir á þessu húsi fyrir 250 milljónir þegar þörfin er svona brýn í leikskólum og grunnskólum,“ bætir Halldór við.Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að þrátt fyrir bókunina hafi Sjálfstæðismenn samþykkt tillöguna í atkvæðagreiðslu. „Ég er alveg sammála því að maður verður alltaf að hugsa þetta, hvar á maður að nota peningana. En þau láta líta út eins og við séum ekkert að gera í viðhaldi í leikskólum og grunnskólum. Það er mesta kjaftæði,“ segir Björn og bætir við að í ár sé fimm milljörðum varið í nýbyggingar, viðbyggingar og endurgerð skólalóða. Hann bætir því jafnframt við að ekki verði lagðir peningar í viðhald á Toppstöðinni fyrr en það liggur ljóst fyrir hvaða hugmyndir mögulegir samstarfsaðilar koma með. Reist árið 1946Hús Toppstöðvarinnar að Rafstöðvarvegi 4 var reist árið 1946. Samkvæmt upplýsingum sem Borgarsögusafn hefur tekið saman var húsið tekið í notkun árið 1948 og hafði það hlutverk að sinna toppálagspunktum í raforkuþörf og hitaveitu og dregur nafn sitt af því hlutverki. Með tilkomu Búrfellsvirkjunar árið 1969 minnkaði notkun Toppstöðvarinnar en hún var endanlega lögð af árið 1981. Árið 2008 tók samnefnt frumkvöðlasetur hluta hússins undir sína starfsemi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira