Fréttir

Fréttamynd

Katrinu kennt um bensínhækkun

Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ár liðið frá harmleiknum í Beslan

Tsjetsjenski uppreisnarleiðtoginn Shamil Basajev hefur lýst því yfir að rússneska leyniþjónustan beri alla ábyrgð á morðunum í barnaskólanum í Beslan í Norður-Ossetíu. Í dag er ár liðið síðan harmleikurinn hófst.

Erlent
Fréttamynd

Brotalöm á rannsókn að mati dómara

Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Verða sameiginlegt efnahagssvæði

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði.

Innlent
Fréttamynd

Shearer bauð Owen teyjunúmer sítt

Alan Shearer var svo ákveðinn í að fá Michael Owen til liðs við Newcastle að hann bauð honum meira að segja að fá númerið sitt, níuna frægu. Owen, sem gekk til liðs við Newcastle í gær frá Real Madrid, þáði boð Shearers hins vegar ekki og verður í treyju númer tíu.

Sport
Fréttamynd

Á áttunda tug umsókna

Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila.

Innlent
Fréttamynd

Brennisteinssýrumaður sýknaður

37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Vill grænt samstarf til vinstri

Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifa fellibylsins mun gæta lengi

Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil.

Erlent
Fréttamynd

Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni

Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi óánægja starfsfólks

"Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að höfða skaðabótamál

Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af.

Erlent
Fréttamynd

Skjóta 7.000 máva ár hvert

"Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni

Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um líf þúsund sjía

Allt að eitt þúsund manns eru taldir hafa beðið bana í höfuðborg Íraks í gær þegar helgiganga sjía leystist upp í öngþveiti vegna ótta um að sjálfsmorðsprengjumaður væri í hópnum. Flestir hinna látnu tróðust undir í mannþrönginni en einnig drukknuðu margir í ánni Tígris.

Erlent
Fréttamynd

Veittist að lögreglu með hnífi

Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ánægja með Menningarnótt

Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera.

Innlent
Fréttamynd

Clarke tekur slaginn

Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur lýst yfir að hann vilji verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins

Erlent
Fréttamynd

Myrti sjúklinga sína

Bresk hjúkrunarkona sem ákærð var fyrir að hafa ráðið að minnsta kosti þremur sjúklingum sínum bana fannst látin á heimili sínu í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Nánari tengsl Færeyja og Íslands

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja.

Innlent
Fréttamynd

Saltpéturssýra rann út

Slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum eru nú að störfum við hús B&L í Grjóthálsi. 200 lítrar af saltpéturssýru láku úr geymi þar og var slökkvilið kallað á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Til minningar um fórnarlömb hörmun

Nærri ári eftir hörmungarnar í Beslan í Rússlandi, þar sem nærri tvö hundruð börn létust,  eftir að hafa verið tekin í gíslingu, hefur verið sett upp ljósmyndasýning með myndum teknum af börnunum sem komust lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Skortir reglur um barnagæslu

"Ég hef fengið mikið af hringingum frá foreldrum sem eru að spyrjast fyrir um þetta," segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð. "Ég veit að Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að skoða þetta líka."

Innlent
Fréttamynd

Kosningabarátta á Bláhorninu

Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmaður gefur kost á sér í áttunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann er hrifnari af Vilhjálmi en Gísla Marteini. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Saltpéturssýra lak út á Krókhálsi

Töluvert magn af salpétursýru lak út við húsnæði Össurar við Krókháls á tíunda tímanum í kvöld. Verið var að vinna í húsnæðinu þegar starfsmenn urðu lekans varir og hringdu í Neyðarlínuna.

Innlent
Fréttamynd

Stríðsástand í New Orleans

Gríðarleg eyðilegging, dauði og stjórnleysi blasir við hvert sem litið er á svæðunum sem fellibylurinn Katrín lék grátt. Stríðsástand er í New Orleans, sem er á kafi í vatni.

Erlent
Fréttamynd

13% vinna á höfuðborgarsvæðinu

Í Gaulverjabæjarhreppi eru áætlaðar skatttekjur á þessu ári lægri á hvern íbúa en framlag á hvern íbúa hreppsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir að framlög jöfnunarsjóðsins á hvern íbúa á Selfossi og annars staðar í Árborg sé varla nema sjöundi hluti af skatttekjum bæjarfélagsins á hvern íbúa. 

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur missti heimili sitt

Íslensk kona, Þórdís Harvey, sem býr í Biloxi í Mississippi, þar sem minnst áttatíu manns fórust í fellibylnum Katrínu, missti heimili sitt í hamförunum. Í samtali við fréttastofu í nótt sagði Þórdís að allt væri horfið og stór hluti bæjarins í algerri rúst.

Erlent
Fréttamynd

Nær helmingur í höndum tíu útgerða

HB Grandi er með mestar aflaheimildir í upphafi næsta fiskveiðiárs, í þorskígildistonnum talið, en nýtt fiskveiðár hefst í dag. Aflahlutdeild HB Granda nemur 8,87 prósentum af heildarúthlutuninni en þar á eftir kemur Samherji með 7,29 prósent og Þorbjörn Fiskanes með 5,03 prósent.

Innlent