Fréttir

Fréttamynd

Neyðar­kall tíu ára drengs

Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést.

Innlent
Fréttamynd

Áhlaup á vígi uppreisnarmanna

Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks.

Erlent
Fréttamynd

140 uppreisnarmenn fallnir

Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Tymosjenkó fer gegn Júsjenkó

Júlía Tymosjenkó, sem rekin var úr stóli forsætisráðherra Úkraínu í fyrradag, segist ætla að bjóða sig fram ásamt hópi annarra frambjóðenda í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, og freista þess að steypa Viktori Júsjenkó af forsetastóli.

Erlent
Fréttamynd

Ný gatnamót opnuð í dag

Ný gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar í Reykjavík verða opnuð umferð á ný í dag eftir breytingar. Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar hefur verið lokuð frá því snemma í sumar vegna framkvæmda við nýju Hringbrautina.

Innlent
Fréttamynd

Enn óljóst um skaða

Enn er óljóst um skaðann sem jarðskjálftinn, sem skók Papúa Nýju-Gíneu í gær, olli. Ekki er búist við hann sé ýkja mikill en erfitt hefur reynst að fá upplýsingar vegna skorts á símum í þorpum landsins. Skjálftinn mældist 7,3 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Mannsins enn saknað

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b-

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi yfirgangur framkvæmdavalds

Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaður á kosningasamkomu

Þýska lögreglan handtók mann sem skaut að minnsta kosti tíu skotum úr loftriffli á kosningasamkomu kristilegra demókrata í bænum Sinsheim í dag. Einn samkomugesta fékk skot í höndina og var fluttur á sjúkrahús.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki tæpara standa

"Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt."

Innlent
Fréttamynd

Spenna fyrir kosningarnar í Noregi

Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningar í Noregi sem fara fram á mánudaginn. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn Kjells Magne Bondeviks bæti við sig fylgi og nú virðist fylgi hennar og bandalags stjórnaranstöðuflokkanna nærri hnífjafnt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handtekin með fíkniefni

Fimm ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi eftir að lögregla fann fíkniefni í bíl þeirra. Lögregla stöðvaði bílinn við hefðbundið eftirlit og kom þá í ljós að fólkið hafði kannabisefni undir höndum en þó lítilræði, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi undir breskum fána

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt sigldi undir breskum fána og var nýkeyptur til landsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Báturinn var 9,9 metra langur af gerðinni Skilsö, smíðaður í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn greiddi atkvæði á móti

Enginn þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í bankaráði Seðlabankans greiddi atkvæði gegn því að bankastjórar hækkuðu í launum um tuttugu og sjö prósent í þremur áföngum fram til ársins 2007. Þeir segjast allir telja að það hefði átt að standa öðruvísi að ráðningu nýs seðlabankastjóra en enginn þeirra íhugar þó að hætta í ráðinu í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Árni gefur ekki kost á sér

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjörið fer of hratt af stað

Júlíus Vífill Ingvarsson hefur enn ekki tilkynnt um framboð sitt til prófkjörs sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus mjög fljótlega gera grein fyrir því hvaða sæti hann hyggðist taka.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar missa 1/4 tekna

Sjö hundruð eldri borgarar hafa misst allt að fjórðungi ráðstöfunartekna sinna frá áramótum þar sem aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við sextíu og sjö ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Danskir piltar sækja í húsverk

Fjöldi pilta sem hóf nám við húsmæðra- og handverksskóla í Danmörku nú í haust hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt <em>Politiken</em> í dag er þriðji hver nemandi karlkyns en var aðeins fimmtungur nemendafjöldans á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Mikilvægt skref fyrir lýðræðið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sigraði með yfirburðum í fyrstu forsetakosningum landsins þar sem kjósendur máttu velja á milli tveggja eða fleiri frambjóðenda. Mubarak fékk 88,6 prósent atkvæða en næstflest atkvæði fékk Ayman Nour, 7,3 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Einkarekinn spítali innan 5 ára

Augljóst er að einkarekinn spítali verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir formaður Læknafélags Íslands. Hópur fólks var vel á veg kominn með slíkar hugmyndir, en bakkaði vegna andspyrnu sem það varð fyrir </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Anna stefnir á fyrsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Afgerandi sigur Mubaraks

Hozni Mubarak, núverandi forseti Egyptalands, vann afgerandi sigur í kosningunum í Egyptalandi, fyrstu frjálsu forsetakosningunum í sögu landsins. 

Erlent
Fréttamynd

Davíð fær 70% hærri laun

Tveimur vikum áður en Davíð Oddsson tilkynnti að hann yrði Seðlabankastjóri ákvað bankaráð bankans að hækka laun æðstu stjórnenda um 27 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í verkfall

Allt stefnir í verkfall hjá starfsmannafélagi Akraness náist ekki kjarasamningar fyrir 3. október. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun félagsmanna fór fram í gær og voru níutíu og sjö prósent samþykk henni en rúmlega sjötíu prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitaáhrif veiðimanna og komma?

Hvalveiðimenn og kommúnistar gætu ráðið úrslitum um hverjir mynda næstu ríkisstjórn í Noregi. Gengið verður til kosninga þar á sunnudaginn kemur.

Erlent
Fréttamynd

Katrín: Þúsundir dýra á vergangi

Sum fórnarlömb Katrínar geta enga björg sér veitt, til dæmis gæludýr sem skilin voru eftir í þúsundatali. Þau eru á vergangi, illa til reika, eða föst í flóðavatninu.

Erlent
Fréttamynd

Valdabarátta og togstreita

Ástæður deilumála lækna og yfirstjórnar á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru margþættar. Valdabarátta og togstreita af ýmsum toga hafa birst á margvíslegan hátt, allt frá stöðulækkunum til deilna um stimpilklukku.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki talin hætta á flóðbylgju

Ekki er talin hætta á meiriháttar flóðbylgju af völdum jarðskjálftans við Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi í morgun. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum.

Erlent
Fréttamynd

Stúlka bjargaði lífi fjölda fólks

Ellefu ára bresk stúlka sem bjargaði lífi fjölda manns í Taílandi annan dag jóla í fyrra, þegar hún sá hvað var í vændum á ströndinni og varaði fólk við, fékk í dag bresku Thomas Gray heiðursverðlaunin. Stúlkan var nýbúin að læra um flóðbylgjur í skóla og sá sömu einkenni og lýst hafði verið í kennslumyndbandi, áður en gríðarleg flóðbylgja skall á Hawaii árið 1946.

Erlent
Fréttamynd

Fagna yfirlýsingu Þorgerðar

Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að hún ætli að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð.

Innlent