Fréttir

Fréttamynd

Óveður í Öræfasveit

Óveður er komið í Öræfasveit og eru vegfarendur beðnir að fara þar með gát. Hálka og snjókoma eru á Hellisheiði og í nágrenni Selfoss. Hálka eða hálkublettir er á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Kona fær greiddar bensíndælur

Kona sem leigði olíu­félaginu Skeljungi land og húsnæði í Kópavogi undir bensínstöð fær að eiga tanka og dælubúnað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri í vikunni fyrri dómi Héraðsdóms Reykja­ness frá því í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hafa heitið tíu milljörðum

Þjóðir heimsins hafa skuldbundið sig til að leggja 165 milljónir dollara, eða rúmum 10 milljörðum króna, til neyðaraðstoðar vegna hamfaranna í Suður-Asíu, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Falsaðir milljóndollaraseðlar

Erlendur maður hefur undanfarna mánuði reynt að ­blekkja íslenska banka með fölsuðum bandarískum milljón dollara seðlum. „Þetta er mjög ævintýralegt, seðlarnir eru mjög vel falsaðir, þetta er allt mjög faglega gert,“ segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóraembættisins.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi sóknarfæri hjá smábátum

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að smábátarnir eigi vaxandi sóknarfæri vegna þess að togveiðar og fleiri veiðiaðferðir eigi nú undir högg að sækja hjá umhverfisverndarsinnum.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánuðir fyrir fjárdrátt

Fyrrum fram­kvæmda­stjóri Fjórðungssambands Vest­fjarða hefur verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmar 17 milljónir króna á árunum 2002 og 2003. Maðurinn játaði fjárdráttinn, en hann færði upphæðir til skuldar og endurgreiddi í mörgum greiðsl­um. Hæst varð skuldin rúmar 5 milljónir. Dómurinn var skilorðsbundinn.

Innlent
Fréttamynd

Lóðaverð hækkar um fimmtíu prósent

Lóðaverð í Hafnarfirði hækkar um fimmtíu prósent með nýjum úthlutunarreglum og skilmálum sem samþykktir voru í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Bæjarstjórinn segir helstu ástæðuna vera brask þeirra sem hafa fengið úthlutað lóðum langt undir markaðsverði. Hafnfirðingar ganga ekki lengur fyrir um lóðir.

Innlent
Fréttamynd

Bíða úrlausnar mála sinna

Stríðið í Tsjetsjeníu teygir anga sína víða, meðal annars hingað til lands. Ung múslimahjón frá Tsjetsjeníu leituðu hælis hér á landi fyrir tæplega hálfum mánuði. Maðurinn segist ekki vilja berjast gegn Rússum eða nokkrum öðrum, en óttast um líf sitt, - að verða álitinn svikari af löndum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um nýjan vef dómstólanna

Anna Mjöll Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Dómstólaráðs, segir ekki hægt að segja til um hvernær ný heimasíða héraðsdómstóla landsins komist í loftið, en búið er að loka þeirri sem fyrir var. Nú er á slóðinni domstolar.is einungis að finna tilkynningu um að ný síða sé væntanleg.

Innlent
Fréttamynd

Sláturfé sett á gjöf

Sunnlenskir bændur hafa nú sláturlömb sín á gjöf og bíða óvenju mörg lömb slátrunar. Þeir eru uggandi um hvort hægt verði að slátra hrútlömbunum áður en þau verða kynþroska.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist að súnníum

Uppreisnarmenn í Írak beindu í gær spjótum sínum að leiðtogum súnnísks stjórnmálaflokks sem lýst hefur stuðningi sínum við drög að stjórnarskrá landsins. Fimm tilræði voru framin gegn þeim í gær en enginn slasaðist í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Bresk þota hrapar

Þota úr konunglega breska flughernum hrapaði í sjóinn við austurströnd Skotlands í dag. Samkvæmt upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytinu hrapaði flugvélin um 16 km frá flugherstöðinni, RAF Leuchars, við austurströnd Skotlands. Flugmennirnir tveir sem voru um borð í þotunni náðu að skjóta sér úr henni áður en hún brotlenti. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Engin miskunn hjá Pútín

Engin miskunn var fyrirskipunin sem Pútín Rússlandsforseti gaf sveitum sínum og þær hlýddu. Tugir hryðjuverkamanna sem gerðu árásir í bæ í Suður-Rússlandi voru þurrkaðir út í dag. Við vörum við myndunum sem fylgja þessari frétt.

Erlent
Fréttamynd

Vímuvarnarvikan 2005

Vímuvarnarvikan 2005 verður haldin dagana 17. -23. október næstkomandi. Fjölmörg samtök standa að vikunni en henni er ætlað að beina athygli að börnum og forvarnarstarfi.

Innlent
Fréttamynd

85 látnir í Naltsjik í Rússlandi

Að minnsta kosti 85 manns létust í átökum uppreisnarmanna og her- og lögreglumanna í borginni Naltsjik í Norður-Kákasus í Rússlandi í gær. 61 hinna látnu voru tsjetsjenskir uppreisnarmenn en samtök þeirra lýstu yfir að þau stæðu á bak við árásirnar í borginni. Staða samtaka herskárra múslíma hefur styrkst mjög í Suður-Rússlandi síðustu misserin, þar sem átökin eiga sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Ný leiðabók hjá SVR

Strætó bs. hefur gefið út nýja leiðabók sem tekur gildi frá og með laugardeginum 15. október. Hafa tímatöflur nokkurra leiða verið lagfærðar og aksturstími leiða 12 og 16 lengdur. Með þessum breytingum er komið til móts við ábendingar frá vagnstjórum og farþegum auk þess sem tekið er mið af reynslunni frá því nýja leiðakerfið var tekið í notkun 23. júlí síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Japanski pósturinn einkavæddur

Japanska þingið samþykkti lög í gær um einkavæðingu póstsins. Japanski pósturinn á stærsta banka heims og eignirnar eru metnar á þrjár biljónir bandaríkjdollara og því er þetta stærsta einkavæðing sögunnar. Einkvæðing póstsins hefur verið eitt af aðal stefnumálum Koizumi forseta og samkvæmt lögunum er áætlað að hún verði af fullu gengin í gegn árið 2007.

Erlent
Fréttamynd

Ísland er komið á kortið

Hagfræðingar KB Banka meta það svo að áhætta af erlendri skuldabréfaútgáfu sé minni en menn hafa ætlað. Ísland sé komið á kortið hjá erlendum fjárfestum og því sé minni hætta á falli en ætla mætti þegar að gjalddaga erlendu bréfanna kemur. Í nýrri skýrslu bankans er gert ráð fyrir að skuldabréfaútgáfa haldi áfram og því muni áhættan jafnast út.

Innlent
Fréttamynd

María Elísabet á fæðingardeild

María Elísabet krónprinsessa af Danmörku var í gærkvöld lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum danskra vefmiðla benti flest til þess að hún væri komin að fæðingu, um hálfum mánuði fyrir tímann.

Erlent
Fréttamynd

Eggert sækist eftir 7. sæti

Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur um fuglaflensu

Neyðarfundur um viðbrögð við fuglaflensu verður haldinn í Brüssel í dag. Öruggt þykir að flensan breiðist út um Evrópu næsta vor. Níu eru undir ströngu eftirliti í Tyrklandi vegna ótta við fuglaflensu. Fjörutíu dúfur í eigu þeirra drápust á hálfum mánuði og vaknaði þá grunur um fuglaflensu. Líkurnar á smiti í mannfólk þykja litlar en í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær þykir ástæða til að gera ítrustu varúðarráðstafanir.

Erlent
Fréttamynd

Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði

Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda.

Innlent
Fréttamynd

Hafa stöðvað alla mótspyrnu

Rússneskir hermenn hafa brotið á bak aftur alla mótspyrnu í borginni Nalstjik í Norður-Kákasus eftir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn réðust í gær á lögreglu og opinberar byggingar. Að minnsta kosti 90 féllu í átökunum, flestir þeirra uppreisnarmenn, en rússneskar hersveitir fresluðu í morgun nokkra gísla úr höndum andspyrnumannanna.

Erlent
Fréttamynd

Engin átök hjá Framsókn

<font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font>

Innlent
Fréttamynd

Samsung sektað fyrir verðsamráð

Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur verið sektaður um 300 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 18 milljörðum íslenskra króna en þeim er gert verðsamráð að sök. Þetta er önnur hæsta sekt sem greidd hefur verið af þessum toga en að baki henni liggur þriggja ára rannsókn. Samsung er stærsti framleiðandi minniskubba fyrir tölvur auk annarra rafeindatækja í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna kanínur í fuglaeyjum

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu.

Innlent
Fréttamynd

Vistaskipti sýslumanna

Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006.

Innlent
Fréttamynd

Milljóndollara seðlar

Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna.

Innlent