Fréttir

Fréttamynd

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur um fuglaflensu

Neyðarfundur um viðbrögð við fuglaflensu verður haldinn í Brüssel í dag. Öruggt þykir að flensan breiðist út um Evrópu næsta vor. Níu eru undir ströngu eftirliti í Tyrklandi vegna ótta við fuglaflensu. Fjörutíu dúfur í eigu þeirra drápust á hálfum mánuði og vaknaði þá grunur um fuglaflensu. Líkurnar á smiti í mannfólk þykja litlar en í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær þykir ástæða til að gera ítrustu varúðarráðstafanir.

Erlent
Fréttamynd

Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði

Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda.

Innlent
Fréttamynd

Hafa stöðvað alla mótspyrnu

Rússneskir hermenn hafa brotið á bak aftur alla mótspyrnu í borginni Nalstjik í Norður-Kákasus eftir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn réðust í gær á lögreglu og opinberar byggingar. Að minnsta kosti 90 féllu í átökunum, flestir þeirra uppreisnarmenn, en rússneskar hersveitir fresluðu í morgun nokkra gísla úr höndum andspyrnumannanna.

Erlent
Fréttamynd

Engin átök hjá Framsókn

<font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font>

Innlent
Fréttamynd

Samsung sektað fyrir verðsamráð

Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur verið sektaður um 300 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 18 milljörðum íslenskra króna en þeim er gert verðsamráð að sök. Þetta er önnur hæsta sekt sem greidd hefur verið af þessum toga en að baki henni liggur þriggja ára rannsókn. Samsung er stærsti framleiðandi minniskubba fyrir tölvur auk annarra rafeindatækja í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna kanínur í fuglaeyjum

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu.

Innlent
Fréttamynd

Vistaskipti sýslumanna

Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006.

Innlent
Fréttamynd

Milljóndollara seðlar

Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur

Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja Vilhjálm í forystu

Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein.

Innlent
Fréttamynd

Átta segja upp

 Átta háskólamenntaðir starfsmenn hafa sagt upp hjá Landmælingum Íslands síðan í vor, en þar starfa um 35 manns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer nú fram sálfræðiúttekt á samskiptum yfirmanna Landmælinga við undirmenn.

Innlent
Fréttamynd

Rove í fjórða sinn fyrir nefnd

Karl Rove, einn helsti ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, kom í dag í fjórða sinn fyrir rannsóknarnefnd sem rannsakar það hvernig nafn leyniþjónustumanns hjá CIA var lekið í fjölmiðla árið 2003. Flest bendir til að Rove hafi lekið nafni leyniþjónustukonunnar Valerie Plame og hefur eiginmaður Plame, Joseph Wilson, sakað stjórnvöld um að ljóstra upp nafni hennar til þess að refsa honum fyrir gagnrýni á málflutning stjórnarinnar í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Níðingsskap mótmælt

Félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA komu saman í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gær og mótmæltu meðferð Ástrala á sauðfé.

Erlent
Fréttamynd

Skotvopnasala bönnuð í Brasilíu?

Bann við sölu á byssum og skotfærum til almennra borgara í Brasilíu gæti orðið raunin áður en langt um líður. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu þess efnis og mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram um málið í lok mánaðarins en það er í fyrsta sinn sem málefni af þessum toga er lagt í dóm almennings.

Erlent
Fréttamynd

Eldur í íbúð við Skúlagötu

Eldur kom upp í kjallaraíbúð við Skúlagötu í kvöld og var allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent á vettvang. Að sögn varðstjóra á vakt er nú búið að slökkva eldinn en íbúðin var mannlaus. Mikinn reyk lagði frá henni og a.m.k. ein rúða í íbúðinni sprakk vegna eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Veiðibann hrekur frá

Fréttir af skotveiðibanni frá og með 15. októbersem bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag og tekur til allra þeirra sem ekki eiga lögheimili í sveitarfélaginu hefur skaðað þá sem standa að ferðaþjónustu á svæðinu segir Jón Hákon Ágústsson, eigandi gistiheimilisins Kaupfélagið.

Innlent
Fréttamynd

ESB fundar um fuglaflensu

Evrópskir sérfræðingar í fuglaflensu sitja nú á neyðarfundi vegna þeirra frétta sem bárust í gær að fuglaflensans sem greindist í Tyrklandi á dögunum hefði verið af hinum banvæna stofni H5N1 sem dregið hefur yfir 60 manns til dauða í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið borgar Saltkaupum

Íslenska ríkið þarf að greiða Saltkaupum ehf. tæplega 9,8 milljónir króna auk 700.000 króna málskostnaðar samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. Upphæðin er 4,5 milljónum hærri en kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sjö handteknir í Hollandi

Hollenska lögreglan handtók í dag sjö grunaða hryðjuverkamenn í þremur borgum nú um hádegi. Hópurinn samanstendur af sex körlum og einni konu, en einn karlanna var fyrr á árinu sakfelldur fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás í Hollandi. Lögregla vildi hins vegar ekki greina frá því hvers vegna byssuhvellir hefðu heyrst í einni borganna, Haag, en lögreglumenn umkringdu byggingu þar í borg sem Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, og fleiri hafa skrifstofur.

Erlent
Fréttamynd

Stjúpfaðir hindraði ekki afskipti

Stjúpfaðir barnaníðings í Hafnarfirði reyndi ekki að koma í veg fyrir að barnayfirvöld hefðu afskipti af málinu segir fyrrverandi tengdadóttir hans. Öðru hefur verið haldið fram.

Innlent
Fréttamynd

Hrafn þreyir skákmaraþon

<font size="2"> Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, ætlar að þreyja skákmaraþon í Kringlunni í dag og á morgun til að safna fyrir taflsettum handa grunnskólabörnum á Austur-Grænlandi. Hrafn stefnir að því að tefla tvö hundruð og fimmtíu skákir. </font>

Innlent
Fréttamynd

Ræða Davíðs gagnrýnd

Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundi flokksins í gærkvöld að innan fárra ára yrði ljótasti blettur á íslenskri fjölmiðlun kominn í sitt skot í sögunni. Hann sagði að fjölmiðlasamsteypa hefði verið notuð til að þjóna hagsmunum auðhrings, þar sem óvægnum árásum og slúðri úr stolnum gögnum hefði verið beitt gegn einstaklingum sem auðhringnum væri í nöp við.

Innlent
Fréttamynd

Khodorkovskí sé við Volgu

Rússneski olíujöfurinn Míkhaíl Khodorkovskí hefur verið sendur í fangabúðir í Saratov-héraði við ána Volgu þar sem hann mun afplána átta ára dóm fyrir fjár- og skattsvik. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmönnum innan fangelsisins.

Erlent
Fréttamynd

Hækka skatt þegar þeir sjá hann

Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi félagshyggju í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kvað talsmenn hennar vilja skattahækkanir.

Innlent
Fréttamynd

SMÍ og FF í hár saman

Skólameistarafélag Íslands og Félag framhaldsskólakennara eru komin í hár saman vegna deilna sem verið hafa uppi innan Menntaskólans á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig vanhæfan

Bogi Nilson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu þar sem hann sé vanhæfur til að fjalla um málið. Ríkslögreglustjóri óskaði eftir því að Ríkissaksóknari fjallaði um málið, í kjölfar dóms hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða

Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár.

Innlent
Fréttamynd

Lögsóknir vegna fuglaflensulyfs

Framleiðsla flensulyfjanna Tamiflu og Relenza kemur hugsanlega til með að verða fyrir röskun þar sem nú standa yfir málaferli milli einkaleyfishafa og fyritækja sem eru með framleiðsluréttinn.

Erlent