Fréttir Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04 Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. Innlent 23.10.2005 15:04 Kosningaþáttaka góð í Írak Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá í Írak er sögð hafa verið nokkuð góð og einkum þykir það tíðindum sæta að súnnítar virðast hafa ákveðið að sniðganga ekki kosningarnar eins og þeir gerðu í stórum stíl í við þingkosningarnar í janúar. Erlent 23.10.2005 15:04 Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. Innlent 23.10.2005 15:04 Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58 Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04 Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04 Segjast hafa hamið fuglaflensu Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hemja útbreiðslu fuglaflensunnar en staðfest er að mannskætt afbrigði veirunnar hefur valdið fugladauða þar í landi. Landbúnaðarráðherra Tyrklands segir yfirvöld vera á varðbergi gagnvart því ef fuglaflensunnar verði vart í landinu en margir farfuglar sem fljúga á milli Afríku og Rússlands eiga leið um Tyrkland. Erlent 23.10.2005 15:04 Kjúklingabændur óttast fuglaflensu Kjúklingabændur innan Evrópusambandsins óttast hrun á markaðnum ef svokölluð fuglaflensa breiðist út í Evrópu. Ellefu milljón tonn af kjúklingakjöti eru framleidd á hverju ári og þar af er tíundi hlutinn seldur utan sambandsins. Um er að ræða markað upp á rúmlega sjötíu milljarða íslenskra króna. Starfsmenn á kjötsmarkaðnum í Rungis, rétt fyrir utan París, hafa tekið eftir sölutregðu og segja að salan hafi minnkað um tíu prósent síðan í októberbyrjun, miðað við árið í fyrra. Erlent 23.10.2005 15:04 Stoltenberg tekur við á mánudag Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær. Erlent 23.10.2005 15:04 Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04 Á annað hundrað í valnum Rússneskir her- og lögreglumenn kembdu í gær í gegnum Nalchik, héraðshöfuðborg Kákasushéraðsins Kabardino-Balkariya, í leit að meintum íslömskum uppreisnarmönnum sem á fimmtudag gerðu óvæntar árásir á stjórnsýslubyggingar og lögreglustöðvar í borginni. Að minnsta kosti 108 manns lágu í valnum eftir átökin. Erlent 23.10.2005 15:04 Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04 Hyggjast reisa tjaldborgir Pakistönsk yfirvöld hyggjast koma upp tjaldborgum fyrir hundruð þúsunda manna sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum í landinu fyrir tæpri viku. Tjaldborgunum verið komið upp á fimm stöðum nærri borgunum Islamabad og Rawalpindi og verður mat dreift þar ásamt því sem svæðið verður hitað upp. Erlent 23.10.2005 15:04 Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04 Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04 Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Innlent 23.10.2005 15:04 Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Innlent 23.10.2005 15:04 Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. Innlent 23.10.2005 15:04 Leitinni hætt Björgunarsveitir hættu formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans í pakistanska Kasmír í gær en nánast útilokað er að finna fleiri á lífi í rústunum. Erlent 23.10.2005 15:04 Óttast um smit í mönnum Níu Tyrkir voru fluttir á sjúkrahús í gær vegna ótta um fuglaflensusmit. Þeir fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Evrópusambandið fylgist grannt með þróun fuglaflensunnar í Tyrklandi og Rúmeníu. Erlent 23.10.2005 15:04 Byssugelt í Haag fyrir stundu Byssugelt heyrðist í Haag í Hollandi fyrir nokkrum mínútum í kjölfar aðgerða lögreglu vegna hryðjuverkaviðvörðunar. Ekki er vitað hver skaut eða hvers vegna. Lögreglumenn umkringdu byggingu þar sem Jan Peter Balkenende forsætisráðherra og fleiri hafa skrifstofur. Erlent 23.10.2005 15:04 Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04 Gagnrýna hernaðarvanmátt Evrópu Í nýrri sérfræðiskýrslu um varnarmál í Evrópu er komist að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í flestum löndum álfunnar hafi sýnt vanrækslu með því að láta hjá líða að nútímavæða herafla landa sinna svo að hann stæðist kröfur tímans. Varnarmálaráðherrar ESB-ríkja tóku undir þessa gagnrýni á fundi sínum fyrir helgi. Erlent 23.10.2005 15:04 Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04 Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. Innlent 23.10.2005 15:04 Öryggisráðið ekki stækkað John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því opinberlega í gær að sú tilraun sem í gangi væri til að fjölga aðildarríkjum öryggisráðs SÞ myndi fara út um þúfur. Bandarísk stjórnvöld myndu aðeins styðja að stækka ráðið upp í 19 eða í mesta lagi 20 aðildarþjóðir, úr 15 nú. Erlent 23.10.2005 15:04 Kosningar í Írak á morgun Eftir blóðugt stríð og hryðjuverk í meira en tvö ár vona íröksk stjórnvöld og hersetuveldin að morgundagurinn marki tímamót en hvers eðlis þau verða er með öllu óvíst á þessari stundu. Stjórnarskráin er ýmist talin marka upphaf tímabils friðar og lýðræðis, eða upphaf endalokanna. Erlent 23.10.2005 15:04 Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. Innlent 23.10.2005 15:04 Átta segja upp Átta háskólamenntaðir starfsmenn hafa sagt upp hjá Landmælingum Íslands síðan í vor, en þar starfa um 35 manns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer nú fram sálfræðiúttekt á samskiptum yfirmanna Landmælinga við undirmenn. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ ›
Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04
Mjólkurrisinn heitir MS Nýtt sameinað fyrirtæki Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefur hlotið nafnið MS. Innlent 23.10.2005 15:04
Kosningaþáttaka góð í Írak Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá í Írak er sögð hafa verið nokkuð góð og einkum þykir það tíðindum sæta að súnnítar virðast hafa ákveðið að sniðganga ekki kosningarnar eins og þeir gerðu í stórum stíl í við þingkosningarnar í janúar. Erlent 23.10.2005 15:04
Geir Haarde tekur við formennsku Geir H. Haarde utanríkisráðherra tekur við formennsku í Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, á lokadegi landsfundar hans í dag. Innlent 23.10.2005 15:04
Íslenskir hjólbarðar <font size="2"> Íslendingar hafa þróað og hannað 38 tommu hjólbarða fyrir íslenskar aðstæður. Dekkin heita AT 4005. Þau eru framleidd í Kína og er fyrsta sendingin komin í sölu hér á landi. </font> Innlent 23.10.2005 16:58
Fjársöfnun kærð til lögreglu Stígamót hafa kært til lögreglunnar símasöfnun, sem sögð er til stuðnings samtökunum. Stígamót standa ekki fyrir neinni fjársöfnun þessa dagana og vara við slíkum símtölum. Innlent 23.10.2005 15:04
Skuldfært fyrir sekt Skeljungs Hagar, eignarhaldsfélag olíufélagsins Skeljungs, hafa skuldfært hjá sér 250 milljónir króna í ársreikningi síðasta árs vegna sektar fyrir olíusamráð. Allt umfram þá upphæð sækir félagið til fyrri eigenda Skeljungs. Innlent 23.10.2005 15:04
Segjast hafa hamið fuglaflensu Tyrknesk yfirvöld segjast hafa náð að hemja útbreiðslu fuglaflensunnar en staðfest er að mannskætt afbrigði veirunnar hefur valdið fugladauða þar í landi. Landbúnaðarráðherra Tyrklands segir yfirvöld vera á varðbergi gagnvart því ef fuglaflensunnar verði vart í landinu en margir farfuglar sem fljúga á milli Afríku og Rússlands eiga leið um Tyrkland. Erlent 23.10.2005 15:04
Kjúklingabændur óttast fuglaflensu Kjúklingabændur innan Evrópusambandsins óttast hrun á markaðnum ef svokölluð fuglaflensa breiðist út í Evrópu. Ellefu milljón tonn af kjúklingakjöti eru framleidd á hverju ári og þar af er tíundi hlutinn seldur utan sambandsins. Um er að ræða markað upp á rúmlega sjötíu milljarða íslenskra króna. Starfsmenn á kjötsmarkaðnum í Rungis, rétt fyrir utan París, hafa tekið eftir sölutregðu og segja að salan hafi minnkað um tíu prósent síðan í októberbyrjun, miðað við árið í fyrra. Erlent 23.10.2005 15:04
Stoltenberg tekur við á mánudag Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær. Erlent 23.10.2005 15:04
Gæsluvarðhald framlengt Framlengt hefur verið til 25. nóvember gæsluvarðhald yfir pilti sem játað hefur að hafa stungið annan á menningarnótt í Reykjavík í ágúst. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið tvo, en vill ekki kannast við nema eina árás. Innlent 23.10.2005 15:04
Á annað hundrað í valnum Rússneskir her- og lögreglumenn kembdu í gær í gegnum Nalchik, héraðshöfuðborg Kákasushéraðsins Kabardino-Balkariya, í leit að meintum íslömskum uppreisnarmönnum sem á fimmtudag gerðu óvæntar árásir á stjórnsýslubyggingar og lögreglustöðvar í borginni. Að minnsta kosti 108 manns lágu í valnum eftir átökin. Erlent 23.10.2005 15:04
Viðræður í næstu viku Viðræðum um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið í Washington í næstu viku. Innlent 23.10.2005 15:04
Hyggjast reisa tjaldborgir Pakistönsk yfirvöld hyggjast koma upp tjaldborgum fyrir hundruð þúsunda manna sem misstu heimili sín í jarðskjálftanum í landinu fyrir tæpri viku. Tjaldborgunum verið komið upp á fimm stöðum nærri borgunum Islamabad og Rawalpindi og verður mat dreift þar ásamt því sem svæðið verður hitað upp. Erlent 23.10.2005 15:04
Eftirlit hert í Leifsstöð Yfirdýralæknir hefur beðið um hert eftirlit í Leifsstöð vegna fuglaflensu sem er að breiðast út. Landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út herta reglugerð um innflutning á fuglum og hvers kyns fuglaafurðum. Innlent 23.10.2005 15:04
Segir eftirlaunafrumvarpið dýrara Umdeilt eftirlaunafrumvarp alþingis sem samþykkt var naumlega á þingi fyrir tveimur árum jók lífeyrrisskuldbindingu ríkisins um 650 milljónir á árinu 2004. Þetta segir Helgi Hjörvar alþingismaður á heimasíðu sinni í dag. Hann segir kostnaðinn orðinn miklu mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir. Innlent 23.10.2005 15:04
Rafmagn fór af á Snæfellsnesi Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Innlent 23.10.2005 15:04
Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Innlent 23.10.2005 15:04
Rjúpnaveiðar hefjast á ný Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar. Innlent 23.10.2005 15:04
Leitinni hætt Björgunarsveitir hættu formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans í pakistanska Kasmír í gær en nánast útilokað er að finna fleiri á lífi í rústunum. Erlent 23.10.2005 15:04
Óttast um smit í mönnum Níu Tyrkir voru fluttir á sjúkrahús í gær vegna ótta um fuglaflensusmit. Þeir fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Evrópusambandið fylgist grannt með þróun fuglaflensunnar í Tyrklandi og Rúmeníu. Erlent 23.10.2005 15:04
Byssugelt í Haag fyrir stundu Byssugelt heyrðist í Haag í Hollandi fyrir nokkrum mínútum í kjölfar aðgerða lögreglu vegna hryðjuverkaviðvörðunar. Ekki er vitað hver skaut eða hvers vegna. Lögreglumenn umkringdu byggingu þar sem Jan Peter Balkenende forsætisráðherra og fleiri hafa skrifstofur. Erlent 23.10.2005 15:04
Borgin hótar lögsókn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04
Gagnrýna hernaðarvanmátt Evrópu Í nýrri sérfræðiskýrslu um varnarmál í Evrópu er komist að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í flestum löndum álfunnar hafi sýnt vanrækslu með því að láta hjá líða að nútímavæða herafla landa sinna svo að hann stæðist kröfur tímans. Varnarmálaráðherrar ESB-ríkja tóku undir þessa gagnrýni á fundi sínum fyrir helgi. Erlent 23.10.2005 15:04
Funda eftir helgi Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996. Innlent 23.10.2005 15:04
Samningur ekki endurnýjaður Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu. Innlent 23.10.2005 15:04
Öryggisráðið ekki stækkað John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því opinberlega í gær að sú tilraun sem í gangi væri til að fjölga aðildarríkjum öryggisráðs SÞ myndi fara út um þúfur. Bandarísk stjórnvöld myndu aðeins styðja að stækka ráðið upp í 19 eða í mesta lagi 20 aðildarþjóðir, úr 15 nú. Erlent 23.10.2005 15:04
Kosningar í Írak á morgun Eftir blóðugt stríð og hryðjuverk í meira en tvö ár vona íröksk stjórnvöld og hersetuveldin að morgundagurinn marki tímamót en hvers eðlis þau verða er með öllu óvíst á þessari stundu. Stjórnarskráin er ýmist talin marka upphaf tímabils friðar og lýðræðis, eða upphaf endalokanna. Erlent 23.10.2005 15:04
Fleiri vilja Vilhjálm í forystu Rúm 62 prósent þeirra sem spurðir voru í skoðanakönnun IMG Gallups og tóku afstöðu vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiði lista Sjálfstæðsiflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þá vilja tæp 38 prósent að Gísli Marteinn Baldursson geri það. Mjórra var á mununum þegar aðeins sjálfstæðismenn voru spurðir en þar vildu 53 prósent Vilhjálm og 47 prósent Gísla Martein. Innlent 23.10.2005 15:04
Átta segja upp Átta háskólamenntaðir starfsmenn hafa sagt upp hjá Landmælingum Íslands síðan í vor, en þar starfa um 35 manns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer nú fram sálfræðiúttekt á samskiptum yfirmanna Landmælinga við undirmenn. Innlent 23.10.2005 15:04